<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 29, 2004

Nýtt Liverpool-lið!

Ég er liggur við ennþá með glottið á vörunum eftir að hafa hroft á Liverpool rústa Celtic á mánudagskvöldið. Yfirbragðið á Liverpool-liðinu hefur tekið svo miklum stakkaskiptum að það er ótrúlegt! Boltinn gekk vel, einnar snertingar bolti spilaður án þess að gefa boltann klaufalega frá sér og síðan var sótt hratt þegar ástæða var til. Biscan átti mjög góðan leik, Cisse var frábær og allt leit þetta mjög vel út. Kannski ekki raunhæft að vera með titlavæntingar strax en maður getur í það minnsta verið mjög bjartsýnn á komandi tímabil.

Út úr bænum

Það var ákveðið í gær að fara út úr bænum um helgina. Okkur er boðið í sumarbústað á Flúðum. Ég þarf að taka viðtal kl. 1 á morgun en við munum fara strax eftir það, í brjálæðisumferðina sem þá verður...það verður athyglisvert!! Við verðum þó sennilega ekki nema fram á sunnudag. Það kom aldrei til greina af okkar hálfu að fara á útihátíð en ég verð að viðurkenn að ég sé pínulítið eftir því að hafa ekki notað tjaldið neitt í sumar. En við verðum þá bara enn duglegri næsta sumar!! (yeah right!!).

Aftur í vinnu

Mætti aftur í vinnuna í gær. Verð samt að viðurkenna að ég er enn ekki alveg kominn í fullan gang. Það gerist þó fljótlega. Fríið mitt er samt búið að vera það gott að ég er alveg tilbúinn að byrja að vinna aftur. Ég á samt eitthvað meira frí inni sem ég veit ekkert hvenær ég get tekið. Það verður bara að koma í ljós.


0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?