föstudagur, ágúst 06, 2004
Macho, macho.... eða þannig. Ég var allavega að prófa í fyrsta sinn áðan mikið karlasport...leirdúfuskotfimi. Tilefnið var að ég var að taka viðtal við forsvarsmann nýs skotskóla sem hefur hafið störf í Hafnarfirði. Hluti af því var að láta mig skjóta úr haglabyssu, nokkuð sem ég hafði aldrei nokkurn tíma prófað áður. En ég náði merkilega fljótt góðum tökum á því að skjóta fljúgandi leirdúfur. Nokkur smáatriði sem þurfa að hanga saman. Sá sem kenndi mér var ánægður með mig og sagði að ég gæti orðið mjög góður skotmaður með æfingu. Hann vildi endilega fá mig á námskeið. Veit ekki hvort ég láti það eftir mér...hef nóg annað að gera. Kannski eitthvað sem ég á eftir að prófa á gamals aldri. Handbolti... Átti alveg eftir að tjá mig um handboltalandsliðsvalshneykslið: 1. Birkir er betri markvörður en Eradze...en fyrir utan það er fyrir löngu kominn tími til að gefa Gumma Hrafnkels hvíld! 2. Kristján sterkari varnarmaður en Ragnar Óskars? Ragnar er betri leikstjórnandi, þá á hann að fá að spila. Af hverju valdi hann þá ekki Vigni í staðinn fyrir Róbert Sighvats? Vignir er klárlega sterkari varnarmaður. 3. Af hverju er Dagur ennþá í landsliðinu? Er það svaka afrek að þjálfa lið í Austurríki?? 4. Var ekki hægt að finna annan rétthentan hornamann en Guðjón Val? Erum við virkilega svona illa staddir. 5. Að Arnór Atlason komist ekki einu sinni í æfingahópinn er bara hneyksli. Læt þetta gott heita áður en ég segi eitthvað sem ég virkilega sé eftir!! |