<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, ágúst 25, 2004

Samsæri handboltalandsliðsins

Er handboltalandsliðið með samsæri gegn mér? Það voru tveir leikir sem ég sá ekki í sjónvarpinu með liðinu á Ólympíuleiknunum, og landsliðið vann þá báða. Mér finnst þetta grunsamlegt!

Þórey Edda

...er stolt Hafnfirðinga og henni verður að sjálfsögðu gerð góð skil í blaði morgundagsins. Hún leyfði mér allavega að sjá góðan árangur hjá sér í sjónvarpinu! En þetta er frábært afrek hjá henni þó að það hefði ekki verið leiðinlegt að sjá hana fara hærra.

Leit að auglýsingastjóra

Við erum að leita að auglýsingastjóra fyrir blaðið okkar. Einn hefur verið í prófun síðustu daga en efast um að hann sé maður í þetta. Borghildur er að hætta og vill losna nú um mánaðamótin. Mikið af umsóknum er komið inn, nú er bara spurning um að ráða einhvern, og það fljótt. Ætti ekki að vera vandamál ef að drifið er í því.

Skólinn

Keyrði Líf í skólann í morgun í fyrsta heilaskóladaginn. Hún vildi labba sjálf í skólann. Voðalega er litla stelpan mín orðin stór! Við fórum öll þrjú í viðtal til kennarans hennar í dag og mér líst bara ágætlega á hana. Vonandi verður hún fljót að kynnast stelpunum í bekknum...efast reyndar ekki um að hún verði það. Það verður gaman að heyra hvað hún segir um fyrsta skóladaginn í dag!

KR

Æi, á ég nokkuð að vera að tala um það? Það er ekki hægt að leggjast mikið lægra en að tapa fyrir Grindavík á heimavelli, nema þá helst að tapa fyrir KA eða Fram á heimavelli. Meiri hörmungin sem þetta er orðin. Hef á tilfinningunni að tvennt valdi þessu: í fyrsta lagi virðist vanta allt hjarta í liði og í öðru lagi er Sigurvin Ólafsson, sem var kjölfesta liðsins í fyrra, alltaf annaðhvort meiddur eða lélegur. Vonandi kemur liðið sterkara til leiks næsta vetur....þetta er búið að vera bölvuð ládeiða núna.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?