föstudagur, september 10, 2004
Brjáluð vika
Fyrir utan vinnuna við blaðið er nú verið að vinna í að harka inn síðustu greinunum í Rauða kross blaðið. Ég hef því verið við vinnu nánast allan sólarhringinn upp á síðkastið og einstaka sinnum hefur maður efast um að allt þetta puð sé þess virði. Það verður kannski smá huggun þegar ég skrifa reikninginn fyrir Rauða kross blaðið og enn meiri huggun þegar við verðum farin til sólarlanda næsta fyrir peninginn sem ég er að vinna inn fyrir þessu...mmmmmmmm.
En best að vera ekki að tapa sér í of mikilli draumsýn. Sérstaklega þar sem ég mun ekki sitja auðum höndum eftir að Rauða kross blaðið er frá. Þá þarf ég að vinna í bókinni sem Liverpool-klúbburinn er að fara að senda frá sér í tilefni 10 ára afmælisins og þegar það verður búið fer í að taka við verkefni fyrir Bændablaðið, sem mun standa í tvo mánuði. Og allt er þetta fyrir þessari blessuðu utanlandsferð. Ef ég verð lagður inn á heilsuhælið í Hveragerði fyrir jól þá vitið þið af hverju!
Fótbolti
Maður gekk í gegnum allan tilfinningaskalann yfir Ungverjaleiknum á miðvikudag. "Jessss, við erum að vinna." "Andsk, af hverju þurfum við alltaf að klúðra svona í vörninni." "Árni Gautur, þú átt að verja þetta!" "Þessir helv. nojarar kunna ekki reglurnar í fótboltanum!" "Jess, við náðum að jafna." "Díese, Kristján, þú gerir aldrei svona mistök hjá KR!" En þetta var leikur sem við áttum ekki skilið að tapa. Baráttuandinn sem vantaði gegn Búlgaríu var til staðar þarna. Ég hugsa að ég muni skella mér á völlinn þegar Svíarnir mæta.
Liverpool spilar á morgun gegn WBA. Í fyrra hefði manni ekki komið á óvart að þessi leikur myndi enda með markalausu jafntefli eða jafnvel 0-1 tapi. Og reyndar gæti það alveg eins gerst núna miðað við hvernig liðið hefur byrjað. En ég tippa samt á 2-0 sigur og held að Baros skori bæði mörkin.
Löggubílar tefja umferð
Ég dauðsá eftir því í gær að hafa ekki notað myndavélasímann í gær og tekið mynd af því þegar löggan tafði umferðina svo um munaði. Eða kannski hefði löggan sagt að þetta hefði allt verið mér að kenna.
Ég fór semsagt á Kaffibrennsluna að taka viðtal fyrir Rauða kross blaðið. Sá bílastæði skammt frá og lagði í það vel og vandlega. Stæðið var nánast beint fyrir framan brennsluna. Ég varð síðan var við það að lögreglubíll var uppi á gangstéttinni hinum megin við götuna, samsíða mér. Ég reyndi því að vanda mig eins og ég gæti að hafa bílinn réttan og eins innarlega í stæðinu og ég gat. Breiðu jepparnir áttu samt í mestu vandræðum með að komast fram hjá mér og lögreglubílnum og lúsuðust hreinlega í gegnum þrönga gatið á milli bílanna.
Það virðist vera einhver sérstök árátta lögreglubílar þegar þeir eru á vettvangi að tefja umferðina sem mest. Það bregst t.d. ekki að ef það er aftanákeyrsla á götu þar sem eru þrjár akreinar þarf löggan alltaf að planta sér VIÐ HLIÐINA á bílunum og teppa þannig eina akrein til viðbótar. Ég skil ekki þessa áráttu.
Nýr auglýsingastjóri
Nýr auglýsingastjóri hefur hafið störf hjá Víkurfréttum. Það er gamla handboltahetjan úr FH, Hans Guðmundsson, en hann hefur mikla reynslu í sölumennsku. Ég hef mikla trú á honum og hugsa að hann eigi eftir að koma sterkur í djobbið. Hann hefur í það minnsta nógu margar góðar hyugmyndir fyrir blaðið. Í næstu viku kemur svo Ingi aftur til starfa. Það verður gott að fá aftur einhvern í vinnuna sem maður getur rætt við um Liverpool!
0 comments
Fyrir utan vinnuna við blaðið er nú verið að vinna í að harka inn síðustu greinunum í Rauða kross blaðið. Ég hef því verið við vinnu nánast allan sólarhringinn upp á síðkastið og einstaka sinnum hefur maður efast um að allt þetta puð sé þess virði. Það verður kannski smá huggun þegar ég skrifa reikninginn fyrir Rauða kross blaðið og enn meiri huggun þegar við verðum farin til sólarlanda næsta fyrir peninginn sem ég er að vinna inn fyrir þessu...mmmmmmmm.
En best að vera ekki að tapa sér í of mikilli draumsýn. Sérstaklega þar sem ég mun ekki sitja auðum höndum eftir að Rauða kross blaðið er frá. Þá þarf ég að vinna í bókinni sem Liverpool-klúbburinn er að fara að senda frá sér í tilefni 10 ára afmælisins og þegar það verður búið fer í að taka við verkefni fyrir Bændablaðið, sem mun standa í tvo mánuði. Og allt er þetta fyrir þessari blessuðu utanlandsferð. Ef ég verð lagður inn á heilsuhælið í Hveragerði fyrir jól þá vitið þið af hverju!
Fótbolti
Maður gekk í gegnum allan tilfinningaskalann yfir Ungverjaleiknum á miðvikudag. "Jessss, við erum að vinna." "Andsk, af hverju þurfum við alltaf að klúðra svona í vörninni." "Árni Gautur, þú átt að verja þetta!" "Þessir helv. nojarar kunna ekki reglurnar í fótboltanum!" "Jess, við náðum að jafna." "Díese, Kristján, þú gerir aldrei svona mistök hjá KR!" En þetta var leikur sem við áttum ekki skilið að tapa. Baráttuandinn sem vantaði gegn Búlgaríu var til staðar þarna. Ég hugsa að ég muni skella mér á völlinn þegar Svíarnir mæta.
Liverpool spilar á morgun gegn WBA. Í fyrra hefði manni ekki komið á óvart að þessi leikur myndi enda með markalausu jafntefli eða jafnvel 0-1 tapi. Og reyndar gæti það alveg eins gerst núna miðað við hvernig liðið hefur byrjað. En ég tippa samt á 2-0 sigur og held að Baros skori bæði mörkin.
Löggubílar tefja umferð
Ég dauðsá eftir því í gær að hafa ekki notað myndavélasímann í gær og tekið mynd af því þegar löggan tafði umferðina svo um munaði. Eða kannski hefði löggan sagt að þetta hefði allt verið mér að kenna.
Ég fór semsagt á Kaffibrennsluna að taka viðtal fyrir Rauða kross blaðið. Sá bílastæði skammt frá og lagði í það vel og vandlega. Stæðið var nánast beint fyrir framan brennsluna. Ég varð síðan var við það að lögreglubíll var uppi á gangstéttinni hinum megin við götuna, samsíða mér. Ég reyndi því að vanda mig eins og ég gæti að hafa bílinn réttan og eins innarlega í stæðinu og ég gat. Breiðu jepparnir áttu samt í mestu vandræðum með að komast fram hjá mér og lögreglubílnum og lúsuðust hreinlega í gegnum þrönga gatið á milli bílanna.
Það virðist vera einhver sérstök árátta lögreglubílar þegar þeir eru á vettvangi að tefja umferðina sem mest. Það bregst t.d. ekki að ef það er aftanákeyrsla á götu þar sem eru þrjár akreinar þarf löggan alltaf að planta sér VIÐ HLIÐINA á bílunum og teppa þannig eina akrein til viðbótar. Ég skil ekki þessa áráttu.
Nýr auglýsingastjóri
Nýr auglýsingastjóri hefur hafið störf hjá Víkurfréttum. Það er gamla handboltahetjan úr FH, Hans Guðmundsson, en hann hefur mikla reynslu í sölumennsku. Ég hef mikla trú á honum og hugsa að hann eigi eftir að koma sterkur í djobbið. Hann hefur í það minnsta nógu margar góðar hyugmyndir fyrir blaðið. Í næstu viku kemur svo Ingi aftur til starfa. Það verður gott að fá aftur einhvern í vinnuna sem maður getur rætt við um Liverpool!