miðvikudagur, september 01, 2004
Furðulegheit dagsins
Í einhverju nostalgíuflippi fór ég að skoða aftur í tímann hvað ég hefði skrifað á þessa síðu. Í einni af fyrstu færslunum, frá desember 2002, komst ég að því mér til mikillar furðu að einhvern hafði skrifað inn á kommentakerfið, en ég hafði ekki komið þessu kerfi upp fyrr en í vor. Ég var því forvitinn að komast að því hver væri í sama nostalgíuflippinu og ég. Í þessu kommenti stóð hins vegar þetta:
"hæjj ég er 12 ára stelpa og vil þéna peninga!geturu hjálpað?"
Nú veit ég ekki (að því gefnu að 12 ára stelpa hafi í raun skrifað þetta, en stíllinn bendir óneitanlega til þess) hvort ég á að vera upp með mér eða áhyggjufullur yfir því að 12 ára stelpa hafi áhuga á því sem ég var að gera fyrir tæpum tveimur árum. Enn meiri ráðgáta er hins vegar hvernig ég á að hjálpa henni að þéna peninga...það er ekki eins og ég sé beint að framleiða þá á færibandi sjálfur.
Undarlegt hvað maður getur lent í stundum.
0 comments
Í einhverju nostalgíuflippi fór ég að skoða aftur í tímann hvað ég hefði skrifað á þessa síðu. Í einni af fyrstu færslunum, frá desember 2002, komst ég að því mér til mikillar furðu að einhvern hafði skrifað inn á kommentakerfið, en ég hafði ekki komið þessu kerfi upp fyrr en í vor. Ég var því forvitinn að komast að því hver væri í sama nostalgíuflippinu og ég. Í þessu kommenti stóð hins vegar þetta:
"hæjj ég er 12 ára stelpa og vil þéna peninga!geturu hjálpað?"
Nú veit ég ekki (að því gefnu að 12 ára stelpa hafi í raun skrifað þetta, en stíllinn bendir óneitanlega til þess) hvort ég á að vera upp með mér eða áhyggjufullur yfir því að 12 ára stelpa hafi áhuga á því sem ég var að gera fyrir tæpum tveimur árum. Enn meiri ráðgáta er hins vegar hvernig ég á að hjálpa henni að þéna peninga...það er ekki eins og ég sé beint að framleiða þá á færibandi sjálfur.
Undarlegt hvað maður getur lent í stundum.