<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 06, 2004

Skemmtanir og vinna...

...voru kjörorð helgarinnar. Á föstudagskvöld fórum við hjónin út að borða á afar athyglisverðum stað og fórum svo í þrítugsafmæli til Jóa. Laugardagurinn fór í að mynda ýmsa viðburði, svo sem hundasýningu, fjölskyldudag hjá FH og tónleika með Flensborgarkórnum og Eyjólfi Eyjólfssyni, og sunnudagurinn fór í brjálaða vinnu fyrir Rauða krossinn og Hauka sem hafði safnast upp.

Við Rósa fórum út að borða og fundum eftir mikla leit stað sem tók Viðskiptanetið um helgar, en ég er semsagt kominn með úttekt í því í boði vinnunnar. Sá staður heitir Café Vilnius og býður upp á austurevrópskan mat. Sá matur var reyndar prýðilegur fyrir utan einn stóran galla; það var myglublettur í brauðinu sem ég fékk með súpunni. Margir hefðu eflaust gengið út við þetta, en ég ákvað bara að fjarlægja mygluna og halda áfram að borða, enda er ég nú yfirleitt duglegur að borða.

Partýið hjá Jóa var prýðilegt og endaði auðvitað á einu góðu viskístaupi, enda gott safn eðalviskís hjá Jóa. Ég er alltaf með það á stefnuskránni að bæta mitt safn, sem er frekar bágborið.

Mikil viðburðaeltingaleikur á laugardag. Helst ber að minnast á fjölskyldudaginn hjá FH, en hann eiginlega drukknaði í bleytu því mikið rigndi. Ég sá þó Audda og Huga í 70 mínútum blanda ógeðisdrykki og í þeim síðasta, sem var ætlaður fullorðnum, var m.a. mjólk, lýsi og pússý kattarmatur. Hugmyndaflugið er ótrúlegt hjá þessum drengjum.

Sunnudagurinn var svo vinna dauðans þangað til farið var í 95 ára afmæli Sigurveigar ömmu hennar Rósu (sem er reyndar eitthvað sem ég get notað í blaðið líka, þar sem Sigurveig er þekkt kvenréttindakona í Hafnarfirði).

Nú er ég semsagt búinn með skyndiverkefnið hjá Haukum og er búinn að fá deadline þangað til í lok vikunnar til að skila efninu í Rauða kross blaðið...bwahh!!! Þessi vika verður snarklikkuð. En vinnualkinn ég hef eitthvað lúmskt gaman af þessu samt.

Landsliðið

Mikið svakalega var landsliðið andlaust á laugardaginn gegn Búlgörum. En eitt í þessu er þó umhugsunarvert.

Af hverju var púðrinu sem eytt var í vináttuleik við Ítalíu sem skipti okkur engu máli (nema að KSÍ vildi slá aðsóknarmetið) ekki eytt í leikinn gegn Búlgaríu sem skipti máli. Það var ekkert gert til að byggja upp stemningu fyrir þennan leik. KSÍ þarf verulega að hugsa sinn gang með kynningar á leikjunum. Á sama tíma eru íþróttafréttamenn Stöðvar 2, einkum Gaupi, að sleikja KSÍ svoleiðis upp og hrósa því hvað þeir séu frábærir og hvað Eggert Magnússon sé frábært. ekki misskilja mig, Eggert er búinn að gera marga frábæra hluti, en þarna er hann og KSÍ ekki að standa sig og á þessum tímapunkti á hann ekki hrós skilið.

Spurning hvað gerist gegn Ungverjunum...ég hef einhverja slæma tilfinningu fyrir þeim leik (sem þýðir reyndar yfirleitt að þá nær landsliðið góðum úrslitum :))

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?