<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Mánuður í hnotskurn

Jæja, mánuður liðinn síðan ég bloggaði síðast og ég kenni vinnunni einkum um. En það hefur svosem ýmislegt gerst þennan mánuð og nú verður því lýst í hnotskurn.

- Tölvumál hafa verið áberandi. Fyrst kviknaði í fartölvunni sem ég var nýbúinn að fá frá vinnunni og þurfti ég að bíða í tvær vikur eftir nýrri vél. Á meðan notaði ég lánstölvu frá Compaq sem var algjört drasl (merkilegt því einhvern tíman þótti þetta fínasta kerfið í tölvugeiranum). Ég fékk hins vegar fyrir helgi nýja Machintosh-tölvu til að nota við umbrotið og þá er verið að byrja á að nota nýtt forrit, InDesign, sem lofar mjög góðu. Þetta verður skemmtilegt þegar maður er búinn að ná tökum á því.

- Liverpool-bókin kom út. Gaman að sjá þessa afurð á prenti. Maður var farinn að halda á tímabili að maður tækist ekki að koma þessu út en með sameiginlegu átaki hjá okkur stjórnarmönnum og útgáfufyrirtækinu Design tókst þetta. Ég er bara mjög ánægður með bókina...það er engin spurning að þetta er jólagjöfin í ár!!

- Ég asnaðist til að byrja á enn einu aukaverkefninu, umsjón Bændablaðsins fram að jólum. Ég tók semsagt að mér að sjá um blaðið í fjarveru ritstjórans, og felst blaðið aðallega í að sjá blaðamönnum fyrir verkefnum, raða efninu inn á síðurnar og fylgja blaðinu svo úr hlaði til prentunar. Þetta er ég búinn að gera tvisvar og þarf að gera tvisvar í viðbót. En þegar þessu verður lokið verð ég hættur þessu bulli...það er frekar þreytandi að koma alltaf þreyttur heimeftir vinnudaginn.

- Ég er kominn á nýjan bíl sem ég fékk frá vinnunni og verður notaður þar. Toyota Yaris, árgerð 2002. Gríðarlega þægilegur að keyra. Þar af leiðandi verður gula hætta, eða Twingoinn sem ég hef verið að nota í vinnunni seldur...áhugasömum er velkomið að bjóða í hann!

Man ekki meira...og þori engu að lofa um hvenær meira kemur.

P.S.: Ætlar Dóri að setja lög á kennarana? Hvaða afleiðingar ætli það hafi?


0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?