mánudagur, janúar 17, 2005
Góð og slæm helgi
Helgin var í rólegra lagi, en átti sínar góðu og slæmu hliðar.
Sú slæma er auðvitað tapið gegn Man. Utd., en það er ekkert sem ég þoli minna en tap gegn þessu liði. Við vorum síst lakari aðilinn en nýttum sóknarfæri okkar herfilega. Og það er líka alveg merkilegt að Dudek kjósi alltaf þennan leik til að gera slæm mistök. Við þurfum að koma okkur á mikla sigurtörn núna ef við ætlum að gera eitthvað tilkall til þriðja sætisins.
Að öðru leyti var helgin hin rólegasta. Hæst bar bíóferð á laugardagskvöldið, en við hjónin fórum ásamt vinahjónum á Stuðmannamyndina Í takt við tímann. Sú mynd kom þægilega á óvart og margt sem hægt var að hlæja að. Maður skemmti sér í það minnsta konunglega þegar litið var framhjá skorti á söguþræði og smá samhengisleysi milli atriða. Menn voru mikið að gera grín að sjálfum sér og sjarminn við þessa mynd er einmitt fyrst og fremst sá að menn voru ekki að taka sig of hátíðlega. Mæli með myndinni sem prýðis afþreyingu.
0 comments
Helgin var í rólegra lagi, en átti sínar góðu og slæmu hliðar.
Sú slæma er auðvitað tapið gegn Man. Utd., en það er ekkert sem ég þoli minna en tap gegn þessu liði. Við vorum síst lakari aðilinn en nýttum sóknarfæri okkar herfilega. Og það er líka alveg merkilegt að Dudek kjósi alltaf þennan leik til að gera slæm mistök. Við þurfum að koma okkur á mikla sigurtörn núna ef við ætlum að gera eitthvað tilkall til þriðja sætisins.
Að öðru leyti var helgin hin rólegasta. Hæst bar bíóferð á laugardagskvöldið, en við hjónin fórum ásamt vinahjónum á Stuðmannamyndina Í takt við tímann. Sú mynd kom þægilega á óvart og margt sem hægt var að hlæja að. Maður skemmti sér í það minnsta konunglega þegar litið var framhjá skorti á söguþræði og smá samhengisleysi milli atriða. Menn voru mikið að gera grín að sjálfum sér og sjarminn við þessa mynd er einmitt fyrst og fremst sá að menn voru ekki að taka sig of hátíðlega. Mæli með myndinni sem prýðis afþreyingu.