fimmtudagur, janúar 27, 2005
Handbolti
Fer ekki að kommenta á einstaka leiki. Slóveníuleikurinn var fínn fyrir utan þennan lokakafla og Kúveit-leikurinn í gær bar þess merki að menn höfðu engan áhuga á verkefninu. Kannski skiljanlega, en það gæti skipt máli að við höfum ekki unnið þennan leik stærra.
Mér finnst hins vegar skemmtilegt að sjá skoðanir manna sveiflast. Það er t.d. handboltaþjálfari að vinna í sama húsi og ég. Eftir Tékkaleikinn hrósaði hann Viggó fyrirþað hvað hann væri nú góður þjálfari og hefði gert sniðugar breytingar þegar við unnum upp forskotið. Eftir Slóvenaleikinn var hins vegar allt að, þó að við hefðum í raun spilað þann leik betur í heildina heldur en Tékkaleikinn. "Viggó kann ekki að spila vörn. Hvað er hann að gera með Dag inná? Af hverju er verið að spila þessa vörn? Af hverju var Óli ekki tekinn útaf?" Semsagt, ef leikurinn tapast þá er allt í hassi sama hversu vel við spilum en ef við vinnum einhverja þjóð sem er þokkaleg þá erum við frábærir, sama hvað við spiluðum illa fyrstu 45 mínúturnar.
Maður sér þetta reyndar ekki aðeins hjá handboltalandsliðinu heldur líka á spjallborðinu á liverpool.is. Þegar vinnast góðir sigrar þá erum við að verða meistarar en þegar við töpum illa þá á að reka þetta Spánverjafífl sem er að stjórna liðinu og helst alla Spánverjana sem hann er búinn að kaupa líka. Mörgum virðist semsagt fyrirmunað að taka þokkalega yfirvegaða afstöðu. Merkilegt!
Fótboltinn
Nú er ég semsagt að tala um innanhússfótboltann. Oft hef ég verið slakur, en aldrei eins og í þessum tíma á þriðjudaginn. Yfirleitt hef ég þrek í hálfan tíma en þarna var ég búinn eftir tíu mínútur. Skelfilegt!
Og hvað ætla ég að gera í þessu? Góð spurning, sem verður svarað með tíð og tíma.
Liverpool
Við erum allavega komnir í einn úrslitaleik, þó að við höfum ekki gert það með neinum sérstökum glæsibrag. En okkur hefur alltaf gengið vel í Cardiff....vonandi heldur það áfram. Ekki veitir af að lækka rostann í þessu Chelsea-liði.
0 comments
Fer ekki að kommenta á einstaka leiki. Slóveníuleikurinn var fínn fyrir utan þennan lokakafla og Kúveit-leikurinn í gær bar þess merki að menn höfðu engan áhuga á verkefninu. Kannski skiljanlega, en það gæti skipt máli að við höfum ekki unnið þennan leik stærra.
Mér finnst hins vegar skemmtilegt að sjá skoðanir manna sveiflast. Það er t.d. handboltaþjálfari að vinna í sama húsi og ég. Eftir Tékkaleikinn hrósaði hann Viggó fyrirþað hvað hann væri nú góður þjálfari og hefði gert sniðugar breytingar þegar við unnum upp forskotið. Eftir Slóvenaleikinn var hins vegar allt að, þó að við hefðum í raun spilað þann leik betur í heildina heldur en Tékkaleikinn. "Viggó kann ekki að spila vörn. Hvað er hann að gera með Dag inná? Af hverju er verið að spila þessa vörn? Af hverju var Óli ekki tekinn útaf?" Semsagt, ef leikurinn tapast þá er allt í hassi sama hversu vel við spilum en ef við vinnum einhverja þjóð sem er þokkaleg þá erum við frábærir, sama hvað við spiluðum illa fyrstu 45 mínúturnar.
Maður sér þetta reyndar ekki aðeins hjá handboltalandsliðinu heldur líka á spjallborðinu á liverpool.is. Þegar vinnast góðir sigrar þá erum við að verða meistarar en þegar við töpum illa þá á að reka þetta Spánverjafífl sem er að stjórna liðinu og helst alla Spánverjana sem hann er búinn að kaupa líka. Mörgum virðist semsagt fyrirmunað að taka þokkalega yfirvegaða afstöðu. Merkilegt!
Fótboltinn
Nú er ég semsagt að tala um innanhússfótboltann. Oft hef ég verið slakur, en aldrei eins og í þessum tíma á þriðjudaginn. Yfirleitt hef ég þrek í hálfan tíma en þarna var ég búinn eftir tíu mínútur. Skelfilegt!
Og hvað ætla ég að gera í þessu? Góð spurning, sem verður svarað með tíð og tíma.
Liverpool
Við erum allavega komnir í einn úrslitaleik, þó að við höfum ekki gert það með neinum sérstökum glæsibrag. En okkur hefur alltaf gengið vel í Cardiff....vonandi heldur það áfram. Ekki veitir af að lækka rostann í þessu Chelsea-liði.