mánudagur, janúar 24, 2005
Liverpool....argh!!!
Þetta var nú meiri hörmungin á laugardaginn. Við vorum hreint út sagt skelfilegir í þessum leik. Gerrard var greinilega ekki búinn að jafna sig á meiðslunum, Pellegrino heldur ennþá að hann hafi allan tímann í heiminum eins og í spænsku deildinni, Garcia spilar sig stöðugt í öngstræti og Riise virðist enn ekki vita til hvers hægri fóturinn er. Þetta var bara skelfileg frammistaða hvernig sem á það er litið. Það eina jákvæða er að við getum ekki spila verr en þetta.
Við söknum Alonso. Það held ég að sé helsta ástæðan fyrir slæmu gengi upp á síðkastið enda er hann orðin kjölfesta í liðinu og í raun sá eini sem mjög erfitt er að leysa af hólmi. Við þurfum hins vegar að gera það næstu tvo mánuðinu og þá þurfum við að gera betur en þetta ef við ætlum að ná þessu meistaradeildarsæti. En næst er það Watford á morgun...vonandi vakna menn áður en að þeim leik kemur.
Handboltinn
Þvílíkt og annað eins. Oft er það bara ég sem fer hamförum fyrir framan sjónvarpið en nú vorum það við Rósa sem gerðum það saman, sérstaklega þegar Vignir mágur skoraði sitt mark. Að vinna upp níu marka forskot er í senn ótrúlegt og fáránlegt og ef þetta gefur mönnum ekki sjálfstraust fyrir næstu leiki gerir ekkert það.
Helgin
Maðr hefur orðið vit á því oftast nær að drekka ekki of mikið. En á föstudagskvöldið, þegar ég fór í pool með Hansa vinnufélaga mínum hafði ég það ekki. Mikið af bjór hvarf ofan í mig og þessi sambuca snafs sem ég ákvað að drekka þegar líða fór á kvöldið var greinilega of mikið fyrir mig að höndla. Við tók tilheyrandi æla og áfengisdauði, en mér tókst þó að komast heim. Það merkilega var hins vegar að heilsan daginn eftir var bara prýðileg...í það minnsta þangað til eftir Southampton-leikinn.
Helgin að öðru leyti var róleg...heima hjá mér á laugardag og svo heimsókn til mömmu á sunnudeginum.
Viðtal
Ég tók á föstudaginn viðtal við Nönnu Kristín Jóhannsdóttir, sem varð sú fyrsta til að detta út úr Idolinu, að mínu mati afar óverðskuldað. Margt sem hún sagði mér kom verulega á óvart, sérstaklega hvað hún virtist ótrúlega lítið svekkt yfir því að detta úr keppninni. En meira um það í blaðinu á fimmtudaginn.
0 comments
Þetta var nú meiri hörmungin á laugardaginn. Við vorum hreint út sagt skelfilegir í þessum leik. Gerrard var greinilega ekki búinn að jafna sig á meiðslunum, Pellegrino heldur ennþá að hann hafi allan tímann í heiminum eins og í spænsku deildinni, Garcia spilar sig stöðugt í öngstræti og Riise virðist enn ekki vita til hvers hægri fóturinn er. Þetta var bara skelfileg frammistaða hvernig sem á það er litið. Það eina jákvæða er að við getum ekki spila verr en þetta.
Við söknum Alonso. Það held ég að sé helsta ástæðan fyrir slæmu gengi upp á síðkastið enda er hann orðin kjölfesta í liðinu og í raun sá eini sem mjög erfitt er að leysa af hólmi. Við þurfum hins vegar að gera það næstu tvo mánuðinu og þá þurfum við að gera betur en þetta ef við ætlum að ná þessu meistaradeildarsæti. En næst er það Watford á morgun...vonandi vakna menn áður en að þeim leik kemur.
Handboltinn
Þvílíkt og annað eins. Oft er það bara ég sem fer hamförum fyrir framan sjónvarpið en nú vorum það við Rósa sem gerðum það saman, sérstaklega þegar Vignir mágur skoraði sitt mark. Að vinna upp níu marka forskot er í senn ótrúlegt og fáránlegt og ef þetta gefur mönnum ekki sjálfstraust fyrir næstu leiki gerir ekkert það.
Helgin
Maðr hefur orðið vit á því oftast nær að drekka ekki of mikið. En á föstudagskvöldið, þegar ég fór í pool með Hansa vinnufélaga mínum hafði ég það ekki. Mikið af bjór hvarf ofan í mig og þessi sambuca snafs sem ég ákvað að drekka þegar líða fór á kvöldið var greinilega of mikið fyrir mig að höndla. Við tók tilheyrandi æla og áfengisdauði, en mér tókst þó að komast heim. Það merkilega var hins vegar að heilsan daginn eftir var bara prýðileg...í það minnsta þangað til eftir Southampton-leikinn.
Helgin að öðru leyti var róleg...heima hjá mér á laugardag og svo heimsókn til mömmu á sunnudeginum.
Viðtal
Ég tók á föstudaginn viðtal við Nönnu Kristín Jóhannsdóttir, sem varð sú fyrsta til að detta út úr Idolinu, að mínu mati afar óverðskuldað. Margt sem hún sagði mér kom verulega á óvart, sérstaklega hvað hún virtist ótrúlega lítið svekkt yfir því að detta úr keppninni. En meira um það í blaðinu á fimmtudaginn.