miðvikudagur, janúar 19, 2005
Traore
...er ekki uppáhaldsleikmaðurinn minn þessa dagana. Hvað í ósköpunum var hann að hugsa í þessu sjálfsmarki? Ég vissi hreinlega ekki að þetta væri hægt.
En það þýðir ekkert að kvarta yfir þessu. Ekki er ég allavega ósáttur við að ungu strákunum var gefið tækifæri í þessum leik. En það er líka jafn ljóst að meistaradeildin skiptir Benitez meira máli en bikarkeppnin og það réði að einhverju leyti uppstillingunni. En nú þýðir ekkert annað en að taka Southampton á laugardaginn.
Blaðið
...kláraðist á mettíma...ég var nánast búinn með það um kvöldmatarleytið í gær. Sérlega ánægjulegt að fá meira en þriggja tíma svefn aðfararnótt miðvikudags. Er því óvenju hress í dag miðað við að það er miðvikudagur.
Fótboltinn
Innanhússfótbolti í gærkvöldi. Ég fæ oft boltann fast í mig í þessum tímum, en það hefur sennilega ekki gerst eins oft og í þessum tíma. Ég taldi þrjú boltaför á vinstra fæti eftir tímann og þá eru ótalin nokkur skot í ökkla og aðra staði sem skilja ekki eftir sig för, m.a. eitt gott í hausinn. Takmarkið er hins vegar að reyna að byggja upp aðeins meira úthald í þessa tíma, allavega svo að ég sé ekki alveg búinn þegar tíminn er hálfnaður.
0 comments
...er ekki uppáhaldsleikmaðurinn minn þessa dagana. Hvað í ósköpunum var hann að hugsa í þessu sjálfsmarki? Ég vissi hreinlega ekki að þetta væri hægt.
En það þýðir ekkert að kvarta yfir þessu. Ekki er ég allavega ósáttur við að ungu strákunum var gefið tækifæri í þessum leik. En það er líka jafn ljóst að meistaradeildin skiptir Benitez meira máli en bikarkeppnin og það réði að einhverju leyti uppstillingunni. En nú þýðir ekkert annað en að taka Southampton á laugardaginn.
Blaðið
...kláraðist á mettíma...ég var nánast búinn með það um kvöldmatarleytið í gær. Sérlega ánægjulegt að fá meira en þriggja tíma svefn aðfararnótt miðvikudags. Er því óvenju hress í dag miðað við að það er miðvikudagur.
Fótboltinn
Innanhússfótbolti í gærkvöldi. Ég fæ oft boltann fast í mig í þessum tímum, en það hefur sennilega ekki gerst eins oft og í þessum tíma. Ég taldi þrjú boltaför á vinstra fæti eftir tímann og þá eru ótalin nokkur skot í ökkla og aðra staði sem skilja ekki eftir sig för, m.a. eitt gott í hausinn. Takmarkið er hins vegar að reyna að byggja upp aðeins meira úthald í þessa tíma, allavega svo að ég sé ekki alveg búinn þegar tíminn er hálfnaður.