<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, apríl 18, 2005

Draumur

Mig dreymdi Auðun Georg Ólafsson í fyrrinótt. Ekkert drastísk gerðist þó í þessum draumi, mig dreymdi aðeins að ég tæki þátt í innihaldslitlum samræðum við hann og einn í viðbót sem ég þekkti ekki neitt. Ætli einhver treysti sér til að ráða í þetta?

Þetta rifjaði reyndar upp fyrir mér að ég hafði ekkert bloggað um þetta mál á meðan á því stóð...aðallega af því að það var svo mikið að gera hjá mér þá. Vissulega fylgdist maður með þessu máli, en maður hefur frekar lítið um það að segja núna, annað en að þetta fór allt saman vel á endanum. Er samt ekki sammála þeim röddum sem segja að Fréttastofa Útvarpsins hafi flæmt hann í burtu. Hann sá algjörlega um það sjálfur í viðtalinu sem hann tók á sínum fyrsta og eina starfsdegi.

Ætla að reyna að klára Eurovision-lögin á morgun og hinn, ef einhver hefur áhuga á því :)

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?