föstudagur, apríl 15, 2005
Eurovision
Jæja, þá er maður byrjaður að kíkja á Eurovision-lögin og ég stefni að því að reyna að koma með smá hugleiðingar um lögin sem ég hyggst kíkja á á næstunni. Byrjað verður á þeim sem þurfa að fara í gegnum forkeppni.
Austurríki: Ég er bara nokkuð hrifinn af því lagi. Ekki týpískt Eurovision, en fínasta melódía og maður kemst í gott skap. Fínn fílingur...þetta ætti að komast upp úr forkeppninni og gæti lent nokkuð ofarlega ef það kemst upp.
Litháen: Steindautt. Það er eins og Litháen sé eina Eystrasaltslandið sem kunni ekki að semja Eurovisionlög...þetta er endanleg staðfesting á því.
Portúgal: Guð minn almáttugur! Einstaklega ófrumlegt lag, og svo er reynt að syngja smáhluta á ensku til að bjarga andlitinu. Skelfileg lagasmíð.
Moldavía: Ekki sérstakleg grípandi lag, en þessi gaur gæti verið svona týpa sem gæti vakið athygli. Þetta tungumál sem hann syngur á er hins vegar ekki sérstaklega sönglegt, þ.e. þegar hann er ekki að grípa til enskunnar. Þetta lag gæti skrönglast í gegnum forkeppnina.
Lettland: Hálfgert strákabandalag, en gæti virkað vel á kvenþjóðina í Evrópu. Sé þetta alveg fyrir mér enda ofarlega í keppninni.
Mónakó: Ekkert ósvipað laginu sem Jónsi fór með út í fyrra, ballaða sem nær aldrei almennilega flugi fyrr en síðustu hálfu mínútuna. Ef það kemst í gegnum forkeppnina á það kannski séns í að vera fyrir ofan miðju, en ég hugsa að það nái því ekki.
Ísrael: Þeir hafa átt það til að taka lag í stíl sem er einhvern veginn einkennandi fyrir þá, og það hefur mér fundist henta þeim best. Þetta lag er mjög dæmigert dægurlag sem skilur ekkert eftir sig. Sé ekki að þetta geti gert neinar rósir.
Hvíta-Rússland: Kraftmikið og nokkuð skemmtilegt lag. Gæti alveg gert góða hluti, þó að það sé varla sigurkandídat. En þetta verður örugglega ofarlega.
Holland: Alveg þokkalegt lag, en hefur þó þann galla að vera of lengi í gang. Gæti þó komið á óvart og lent ofarlega.
Ísland: Það er búið að gera svolítið mikið úr þessu lagi, og það með réttu. Þetta er lagt sem getur lent í topp 10...en mér fannst lagið sem Selma fór út með 1999 mun betri lagasmíð en þetta lag. Þetta er ekki sigurlag, en alveg topp 10 lag.
Meira síðar...vonandi.
0 comments
Jæja, þá er maður byrjaður að kíkja á Eurovision-lögin og ég stefni að því að reyna að koma með smá hugleiðingar um lögin sem ég hyggst kíkja á á næstunni. Byrjað verður á þeim sem þurfa að fara í gegnum forkeppni.
Austurríki: Ég er bara nokkuð hrifinn af því lagi. Ekki týpískt Eurovision, en fínasta melódía og maður kemst í gott skap. Fínn fílingur...þetta ætti að komast upp úr forkeppninni og gæti lent nokkuð ofarlega ef það kemst upp.
Litháen: Steindautt. Það er eins og Litháen sé eina Eystrasaltslandið sem kunni ekki að semja Eurovisionlög...þetta er endanleg staðfesting á því.
Portúgal: Guð minn almáttugur! Einstaklega ófrumlegt lag, og svo er reynt að syngja smáhluta á ensku til að bjarga andlitinu. Skelfileg lagasmíð.
Moldavía: Ekki sérstakleg grípandi lag, en þessi gaur gæti verið svona týpa sem gæti vakið athygli. Þetta tungumál sem hann syngur á er hins vegar ekki sérstaklega sönglegt, þ.e. þegar hann er ekki að grípa til enskunnar. Þetta lag gæti skrönglast í gegnum forkeppnina.
Lettland: Hálfgert strákabandalag, en gæti virkað vel á kvenþjóðina í Evrópu. Sé þetta alveg fyrir mér enda ofarlega í keppninni.
Mónakó: Ekkert ósvipað laginu sem Jónsi fór með út í fyrra, ballaða sem nær aldrei almennilega flugi fyrr en síðustu hálfu mínútuna. Ef það kemst í gegnum forkeppnina á það kannski séns í að vera fyrir ofan miðju, en ég hugsa að það nái því ekki.
Ísrael: Þeir hafa átt það til að taka lag í stíl sem er einhvern veginn einkennandi fyrir þá, og það hefur mér fundist henta þeim best. Þetta lag er mjög dæmigert dægurlag sem skilur ekkert eftir sig. Sé ekki að þetta geti gert neinar rósir.
Hvíta-Rússland: Kraftmikið og nokkuð skemmtilegt lag. Gæti alveg gert góða hluti, þó að það sé varla sigurkandídat. En þetta verður örugglega ofarlega.
Holland: Alveg þokkalegt lag, en hefur þó þann galla að vera of lengi í gang. Gæti þó komið á óvart og lent ofarlega.
Ísland: Það er búið að gera svolítið mikið úr þessu lagi, og það með réttu. Þetta er lagt sem getur lent í topp 10...en mér fannst lagið sem Selma fór út með 1999 mun betri lagasmíð en þetta lag. Þetta er ekki sigurlag, en alveg topp 10 lag.
Meira síðar...vonandi.