<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, apríl 17, 2005

Eurovision, taka 2

Jæja, áfram skal haldið með álitsgjöf á Eurovision.

Belgía: Óspennandi ballaða sem gleymist fljótt. Á varla eftir að njóta mikillar velgengni.

Eistland: Eini kosturinn við þetta lag umfram það belgíska er að það er kraftmikið og fjörugt og það er sungið af nokkuð sætum stelpum. Gæði lagsins eru því miður ekki í samræmi við það.

Noregur: Verð að viðurkenna að ég átti seint von á því að Norðmenn myndu senda harða rokkara í Eurovision. Gat reyndar ekki séð betur á myndbandinu en að einhverjir norskir fjölmiðlar hefðu orðið hissa á þessu líka. En þetta gæti alveg fleytt þeim langt og lagið er ágætt. Minnir kannski fullmikið á Bon Jovi en það getur verið erfitt að minna ekki á einhvern annan í þessum bransa.

Rúmenía: Lagið ófrumlegt og skilur ekkert eftir sig. Synd, því söngkonan er prýðisgóð og flytur lagið vel. Það er hins vegar ansi hætt við því að það dugi skammt.

Ungverjaland: Var búinn að heyra að þessu lagi væri spáð góðu gengi og skil það vel eftir að hafa heyrt þetta. Lagið er ekki týpískt Eurovision-lag en mjög áheyrilegt og fínt og klárlega einn af sigurkandídötunum. Fannst að vísu á stundum að verið væri að stæla Ruslönu frá Úkraínu fullmikið.

Finnland: Finnar hafa aldrei gert neinar rósir í þessari keppni og þó að þetta lag sé með skárra móti miðað við hvaðan það kemur þá nær þetta ekki langt. Þetta er ljúft, en leiðinlegt lag.

Makedónía: Ömurlegt. Eyði ekki frekari orðum á það.

Andorra: Mér líst ekki illa á þetta lag. Þetta er kannski ekki með bestu lögum keppninnar, en langt frá því það versta. Spái þessu fyrir ofan miðju.

Sviss: Þetta finnst mér nokkuð sigurstranglegt lag. Stelpuband, kraftmikið lag og laglínan nokkuð grípandi. Eitt af bestu lögum keppninnar.

Króatía: Svona hvorki-né lag. Þokkalega áheyrilegt og gæti skriðið í gegnum forkeppnina. Sker sig hins vegar ekki úr að nokkru leyti.

Næstu 10 lög koma síðar.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?