föstudagur, apríl 29, 2005
Úrslitaleikur framundan?
Það er spurning eftir leikinn gegn Chelsea. Það eru ekki mörg lið sem hafa haldið hreinu gegn Chelsea á heimavelli. Við ættum alveg að geta skorað á móti þeim á Anfield.
Það vekur líka ákveðna huggun að Mourinho er strax byrjaður að reyna að létta pressunni af sínu liði með því að segja að 99,9% stuðningsmanna Liverpool haldi núna að Liverpool sé komið áfram. Í mínum huga eru þessi ummæli algjör fjarstæða, því við vitum alveg hvað Chelsea er massíft lið. En það breytir því ekki að ég held að við eigum góða möguleika á að slá þá út. Ég hugsa að við gerum eins og við gerðum á móti Barcelona um árið í UEFA, semsagt 0-0 á útivelli og 1-0 heima...mikið væri það nú ljúft!!
Svitafýlupopp
Hinn eiturhressi vinnufélagi minn, Ingi, er búinn að finna upp þetta orð um tónlist sem ég hlusta á. Ég ætla að útskýra þetta aðeins nánar.
Ég hef aðeins verið að dunda mér við það að setja þau lög sem til eru í geisladiskasafninu heima inn í fartölvuna og ef ég vil fá einhverja tónlist set ég Media player á Random og læt tölvuna svo spila eftir handahófskenndu vali sínu. Þetta hefur líka orðið til þess að ég hef rifjað upp kynni við nokkra diska sem ég hef átt heima en ekki hlustað á í nokkurn tíma.
Einn af þessum diskum er Undir áhrifum með Trúbrot. Yfirleitt eru það fyrsta platan þeirra, Trúbrot, og svo Lifun sem er mest látið með. En mér finnst þetta plata gríðarlega vanmetin og margt mjög athyglisvert á henni.
Eitt af lögunum á þessari plötu heitir Feel me og tekur um 10 og hálfa mínútu í flutningi. Þegar þetta lag kom svo upp í tölvunni þá hækkaði ég í því og leyfði Inga að hlusta á það. Eftir um 5-6 mínútna flutning virtist hann komið með yfirdrifið nóg og kallaði þetta lag svitafýlupopp.
Ef menn komast í vímu af svitafýlu getur vel verið að þetta sé réttnefni. En það sem ég fíla við þetta lag eru kaflarnir sem magnast upp, ná verulegum hæðum og fjara svo út. Tveir svoleiðis kaflar eru í seinni hluta lagsins. Mér finnst þetta bara algjör snilld.
Víðlesinn?
Maður veit aldrei hverjum dettur í hug að lesa þetta blogg. Ég var að mynda leik Hauka og ÍBV í gærkvöldi þegar ég hitti einn góðan mann og við tökum tal saman. Hann spurði hvort ég væri byrjaður í hljómsveit og þegar ég neitaði því og spurði hvaðan hann hefði frétt það sagðist hann hafa lesið það á blogginu. Ég hafði ekki hugmynd um að hann vissi að ég bloggaði, hvað þá að hann læsi það sem ég skrifaði. En það er samt alltaf gaman að vita af nýjum lesendum. Gunnar, velkominn í hóp lesenda!
4 comments
Það er spurning eftir leikinn gegn Chelsea. Það eru ekki mörg lið sem hafa haldið hreinu gegn Chelsea á heimavelli. Við ættum alveg að geta skorað á móti þeim á Anfield.
Það vekur líka ákveðna huggun að Mourinho er strax byrjaður að reyna að létta pressunni af sínu liði með því að segja að 99,9% stuðningsmanna Liverpool haldi núna að Liverpool sé komið áfram. Í mínum huga eru þessi ummæli algjör fjarstæða, því við vitum alveg hvað Chelsea er massíft lið. En það breytir því ekki að ég held að við eigum góða möguleika á að slá þá út. Ég hugsa að við gerum eins og við gerðum á móti Barcelona um árið í UEFA, semsagt 0-0 á útivelli og 1-0 heima...mikið væri það nú ljúft!!
Svitafýlupopp
Hinn eiturhressi vinnufélagi minn, Ingi, er búinn að finna upp þetta orð um tónlist sem ég hlusta á. Ég ætla að útskýra þetta aðeins nánar.
Ég hef aðeins verið að dunda mér við það að setja þau lög sem til eru í geisladiskasafninu heima inn í fartölvuna og ef ég vil fá einhverja tónlist set ég Media player á Random og læt tölvuna svo spila eftir handahófskenndu vali sínu. Þetta hefur líka orðið til þess að ég hef rifjað upp kynni við nokkra diska sem ég hef átt heima en ekki hlustað á í nokkurn tíma.
Einn af þessum diskum er Undir áhrifum með Trúbrot. Yfirleitt eru það fyrsta platan þeirra, Trúbrot, og svo Lifun sem er mest látið með. En mér finnst þetta plata gríðarlega vanmetin og margt mjög athyglisvert á henni.
Eitt af lögunum á þessari plötu heitir Feel me og tekur um 10 og hálfa mínútu í flutningi. Þegar þetta lag kom svo upp í tölvunni þá hækkaði ég í því og leyfði Inga að hlusta á það. Eftir um 5-6 mínútna flutning virtist hann komið með yfirdrifið nóg og kallaði þetta lag svitafýlupopp.
Ef menn komast í vímu af svitafýlu getur vel verið að þetta sé réttnefni. En það sem ég fíla við þetta lag eru kaflarnir sem magnast upp, ná verulegum hæðum og fjara svo út. Tveir svoleiðis kaflar eru í seinni hluta lagsins. Mér finnst þetta bara algjör snilld.
Víðlesinn?
Maður veit aldrei hverjum dettur í hug að lesa þetta blogg. Ég var að mynda leik Hauka og ÍBV í gærkvöldi þegar ég hitti einn góðan mann og við tökum tal saman. Hann spurði hvort ég væri byrjaður í hljómsveit og þegar ég neitaði því og spurði hvaðan hann hefði frétt það sagðist hann hafa lesið það á blogginu. Ég hafði ekki hugmynd um að hann vissi að ég bloggaði, hvað þá að hann læsi það sem ég skrifaði. En það er samt alltaf gaman að vita af nýjum lesendum. Gunnar, velkominn í hóp lesenda!