miðvikudagur, apríl 13, 2005
Viðburðir
Frekar lítið hefur verið um stórviðburði síðustu vikuna. Í gær venjuleg þriðjudagsvinna. Það gerir það samt alltaf erfitt fyrir þegar tveir viðburðir eru á þriðjudeginum og maður verður því að klára vinnsluna á blaðinu þann dag, eða um kvöldið eða nóttina. Klukkan hálf sex hófst nefnilega stóra upplestrarkeppnin og henni var ekki lokið fyrr en kl. átta. Þá þurfti ég að bruna heim þar sem Rósa var búin að laga tvær samlokur handa mér (hún er náttúrulega snillingur) og síðan bruna niður að Ásvöllum til að ná einhverjum myndum úr leik Hauka og Vals. Síðan var byrjað að raða upp blaðinu og gert hlé á því til að skreppa í fótbolta vestur í bæ. Síðan var farið aftur í vinnuna og blaðið klárað kl. hálf þrjú um nóttina. Svona eru nú þriðjudagarnir yfirleitt. Nema í næstu viku, því þá kemur blaðið út á miðvikudaginn og ég verð því að klára það á mánudeginum. Já, það er alltaf nóg að gera í vinnunni!
***
Um helgina fengum við heimsókn frá fyrrverandi nágrönnum okkar á Holtsgötunni, þeim Sigga og Stellu. Þau tilkynntu okkur að Stella væri ólétt og ætti að eiga í september. Við samgleðjumst þeim auðvitað innilega. Siggi minntist svo á það við mig að hljómsveitin sem hann var í væri að koma saman aftur en væri að leita að hljómborðsleikara. Spurði hvort ég vildi taka þetta að mér og ég tók jákvætt í það. Þetta er samt alltaf spurningin um tíma...hefur maður tíma til að vera að æfa 2-3 sinnum á kvöldi? En ef af þessu verður geri ég ráð fyrir að prófa þetta og sjá svo hvað gerist. Það væri nú gaman að fitla við tónlistina aftur...og það er líka möguleiki að grípa í saxafóninni í einstaka lögum....hmmm...er ég kannski að fara fram úr sjálfum mér þarna??
***
Á föstudaginn er partý hjá vinnunni og fer það fram í Keflavík. Ætli maður geti skemmt sér það? Það verður að koma í ljós.
***
Juventus-Liverpool í kvöld. Ingi vinnufélagi minn er að ærast úr bjartsýni. Ég er bara hóflega bjartsýnn. Ég held að við getum alveg slegið þá út, en lykillinn af því að er að skora að minnsta kosti eitt mark þarna úti. Ég tel okkur alveg geta það ef Baros og Garcia ná sér á strik, og kannski sérstaklega ef Alonso nær nokkrum eitruðum sendingum.
0 comments
Frekar lítið hefur verið um stórviðburði síðustu vikuna. Í gær venjuleg þriðjudagsvinna. Það gerir það samt alltaf erfitt fyrir þegar tveir viðburðir eru á þriðjudeginum og maður verður því að klára vinnsluna á blaðinu þann dag, eða um kvöldið eða nóttina. Klukkan hálf sex hófst nefnilega stóra upplestrarkeppnin og henni var ekki lokið fyrr en kl. átta. Þá þurfti ég að bruna heim þar sem Rósa var búin að laga tvær samlokur handa mér (hún er náttúrulega snillingur) og síðan bruna niður að Ásvöllum til að ná einhverjum myndum úr leik Hauka og Vals. Síðan var byrjað að raða upp blaðinu og gert hlé á því til að skreppa í fótbolta vestur í bæ. Síðan var farið aftur í vinnuna og blaðið klárað kl. hálf þrjú um nóttina. Svona eru nú þriðjudagarnir yfirleitt. Nema í næstu viku, því þá kemur blaðið út á miðvikudaginn og ég verð því að klára það á mánudeginum. Já, það er alltaf nóg að gera í vinnunni!
***
Um helgina fengum við heimsókn frá fyrrverandi nágrönnum okkar á Holtsgötunni, þeim Sigga og Stellu. Þau tilkynntu okkur að Stella væri ólétt og ætti að eiga í september. Við samgleðjumst þeim auðvitað innilega. Siggi minntist svo á það við mig að hljómsveitin sem hann var í væri að koma saman aftur en væri að leita að hljómborðsleikara. Spurði hvort ég vildi taka þetta að mér og ég tók jákvætt í það. Þetta er samt alltaf spurningin um tíma...hefur maður tíma til að vera að æfa 2-3 sinnum á kvöldi? En ef af þessu verður geri ég ráð fyrir að prófa þetta og sjá svo hvað gerist. Það væri nú gaman að fitla við tónlistina aftur...og það er líka möguleiki að grípa í saxafóninni í einstaka lögum....hmmm...er ég kannski að fara fram úr sjálfum mér þarna??
***
Á föstudaginn er partý hjá vinnunni og fer það fram í Keflavík. Ætli maður geti skemmt sér það? Það verður að koma í ljós.
***
Juventus-Liverpool í kvöld. Ingi vinnufélagi minn er að ærast úr bjartsýni. Ég er bara hóflega bjartsýnn. Ég held að við getum alveg slegið þá út, en lykillinn af því að er að skora að minnsta kosti eitt mark þarna úti. Ég tel okkur alveg geta það ef Baros og Garcia ná sér á strik, og kannski sérstaklega ef Alonso nær nokkrum eitruðum sendingum.