<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 09, 2005

Eurovision

Þrír þættir af fjórum búnir í yfirferð sjónvarpsins á lögunum. Finnst dómararnir hafa verið sammála mér merkilega oft. Það er einna helst að þeir hafi ekki verið sammála mér með Búlgaríu, lag sem mér fannst ömurlegt en þeim fannst lagið gott en ekki eiga heima í keppninni. En skoðun mín hefur allavega ekki breyst.

Það er hins vegar einn álitsgjafi sem ég skil ekki hvað er að gera þarna og það er sá sænski, konan sem vann keppnina 1999. Hún talar t.d. aftur og aftur um að þessi eða hin lögin eigi ekki heima í keppninni, t.d. þegar lögin sækja í tónlist sem er vinsæl í sínu heimalandi en ekki alþjóðlega. Mér finnst það hins vegar skemmtilegt þegar menn geri það og í mörgum tilvikum er útkoman bara prýðileg. Menn verða aðeins að vera opnir fyrir öðru en hefðbundnum dægurlögum í þessari keppni, annars staðnar hún bara.

Finninn er náttúrulega stórskemmtilegur. Ekki bara vegna þess að hann veit allt um keppnina, heldur líka vegna þess að skoðanir hans eru oft á tíðum æði sérstakar og út úr kú. En þetta eru samt sem áður skoðanir og þær ber að virða.

Mér finnst fulltrúi Íslands, Eiríkur Hauksson, komast mjög vel frá sínu í þessum þáttum og gefur faglegt álit á lögunum.

Nú er að sjá hvort dómararnir haldi áfram að verða þokkalega sammála mér.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?