mánudagur, maí 23, 2005
Eurovisionuppgjör
Jæja, þá er þetta búið og maður getur hætt að tala um þetta...eftir þessa færslu.
Ég gagnrýndi þá sem væru alltaf að tala um eitthvað meint samsæri Balkanskagalalanda í þessari keppni. Grikkirnir unnu, og áttu það alveg skilið. Ég hafði spáð Sviss sigri, og þeir hefðu átt það skilið líka. En Grikkirnir voru með prýðilegt lag, og það besta við úrslitin var kannski að þarna kominn þjóð sem hefur ekki unnið keppnina áður, en hefur þó keppt nokkuð lengi. Besta mál.
Það kom mér reyndar pínulítið á óvart hvað Ísland lenti neðarlega í forkeppninni. Lönd eins og Pólland og Írland lentu fyrir ofan, hvort tveggja ömurleg lög. En þarna kom enn einu sinni í ljós hvað það getur komið sér vel að komst í gegn í forkeppni. Sjö af tíu efstu lögunum voru í forkeppninni. Segir það okkur ekki meira en einhverjar kenningar um austantjaldssamsæri.
Eurovisionpartý
Ógurlegt Eurovisionpartý var haldið heima hjá mér á laugardagskvöldið. Þangað komu vinkonur Rósu og makar þeirra, sem flestir eru mjög góðir kunningjar mínir. Einn af þessum mökum er píanósnillingurinn Kalli Olgeirs. Þegar hann settist við píanóið kom í ljós andlegur skyldleiki okkar sem fólst í mikilli aðdáun á Billy Joel. Við kyrjuðum hvert Billy Joel lagið á fætur öðrum af mikilli innlifun og fóru margir bjórarnir niður undir þessu þýðu (eða þannig) tónum okkar.
Það merkilega virðist hins vegar að ég virðist aldrei læra að drekka ekki viský eftir að hafa drukkið kippu af bjór. En það kannski helgast líka af því að þegar bjórinn er búinn leitar maður að næsta áfengi sem er til, og í mínum vínskáp er viskí besti kosturinn. Þá er maður kominn á það stig að hafa ekkert áhyggjur af því hvernig heilsan verður daginn eftir, en í gær var hún langt frá því að vera upp á það besta. En partýið var engu að síður algjör snilld...og það var langt síðan maður hafði haldið partý síðast og gott að vita að maður getur það ennþá.
Olís-veðmálið
Olís var með miklar auglýsingar í kringum Eurovision með loforð um að endurgreiða gasgrillin ef Selma myndi vinna Eurovision. En þegar Ingi auglýsingasölumaður bauð þeim í veðmál voru þeir greinilega ekki jafn æstir.
Ingi gerði þeim nefnilega auglýsingatilboð fyrir blaðið sem kom út á fimmtudaginn. Hann bauð þeim heilsíðuna á ákveðnu verði en bætti því síðan við að ef Selma dytti út í forkeppninni fengju þeir hana frítt. Merkilegt nokk, Olís tók ekki þessu kostaboði og naga sig sjálfsagt ennþá í handarbökin yfir því. Það er athyglisvert að vera svona tilbúnir í veðmál við þjóðina en vera síðan svona tregir þegar þeim sjálfum er boðið í veðmál. Hvað ályktanir á maður að draga af því?
0 comments
Jæja, þá er þetta búið og maður getur hætt að tala um þetta...eftir þessa færslu.
Ég gagnrýndi þá sem væru alltaf að tala um eitthvað meint samsæri Balkanskagalalanda í þessari keppni. Grikkirnir unnu, og áttu það alveg skilið. Ég hafði spáð Sviss sigri, og þeir hefðu átt það skilið líka. En Grikkirnir voru með prýðilegt lag, og það besta við úrslitin var kannski að þarna kominn þjóð sem hefur ekki unnið keppnina áður, en hefur þó keppt nokkuð lengi. Besta mál.
Það kom mér reyndar pínulítið á óvart hvað Ísland lenti neðarlega í forkeppninni. Lönd eins og Pólland og Írland lentu fyrir ofan, hvort tveggja ömurleg lög. En þarna kom enn einu sinni í ljós hvað það getur komið sér vel að komst í gegn í forkeppni. Sjö af tíu efstu lögunum voru í forkeppninni. Segir það okkur ekki meira en einhverjar kenningar um austantjaldssamsæri.
Eurovisionpartý
Ógurlegt Eurovisionpartý var haldið heima hjá mér á laugardagskvöldið. Þangað komu vinkonur Rósu og makar þeirra, sem flestir eru mjög góðir kunningjar mínir. Einn af þessum mökum er píanósnillingurinn Kalli Olgeirs. Þegar hann settist við píanóið kom í ljós andlegur skyldleiki okkar sem fólst í mikilli aðdáun á Billy Joel. Við kyrjuðum hvert Billy Joel lagið á fætur öðrum af mikilli innlifun og fóru margir bjórarnir niður undir þessu þýðu (eða þannig) tónum okkar.
Það merkilega virðist hins vegar að ég virðist aldrei læra að drekka ekki viský eftir að hafa drukkið kippu af bjór. En það kannski helgast líka af því að þegar bjórinn er búinn leitar maður að næsta áfengi sem er til, og í mínum vínskáp er viskí besti kosturinn. Þá er maður kominn á það stig að hafa ekkert áhyggjur af því hvernig heilsan verður daginn eftir, en í gær var hún langt frá því að vera upp á það besta. En partýið var engu að síður algjör snilld...og það var langt síðan maður hafði haldið partý síðast og gott að vita að maður getur það ennþá.
Olís-veðmálið
Olís var með miklar auglýsingar í kringum Eurovision með loforð um að endurgreiða gasgrillin ef Selma myndi vinna Eurovision. En þegar Ingi auglýsingasölumaður bauð þeim í veðmál voru þeir greinilega ekki jafn æstir.
Ingi gerði þeim nefnilega auglýsingatilboð fyrir blaðið sem kom út á fimmtudaginn. Hann bauð þeim heilsíðuna á ákveðnu verði en bætti því síðan við að ef Selma dytti út í forkeppninni fengju þeir hana frítt. Merkilegt nokk, Olís tók ekki þessu kostaboði og naga sig sjálfsagt ennþá í handarbökin yfir því. Það er athyglisvert að vera svona tilbúnir í veðmál við þjóðina en vera síðan svona tregir þegar þeim sjálfum er boðið í veðmál. Hvað ályktanir á maður að draga af því?