föstudagur, maí 06, 2005
Hvað gerir barnið?
Ég gerði mér allt í einu grein fyrir því að dóttir mín er komið á þann aldur að ég veit ekki um allt sem það er að gera. Kannski er langt síðan það gerðist, en lítið atriði í dag varð til þess að maður fór að spá aðeins í þetta.
Þannig er að tvær norska vinkonur Rósu eru í heimsókn hjá okkur, og í dag fóru þær í Biskupstungurnar þar sem þær ætla að gista eina nótt og koma heim aftur á morgun. Líf var því í heimsókn í vinnunni hjá mér í dag.
Vinnudagurinn endaði á því að ég fór á blaðamannafund hjá FH-ingum þar sem þeir kynntu nýja þjálfara í karla- og kvennahandboltanum. Líf fór með mér þangað. Þegar við erum að fara út mætum við konu sem Líf horfir aðeins á og þegar við erum að fara inn í bíl segir hún: "Ég vissi ekki að þessi kona væri í FH." Ég spurði hvort hún þekkti þessa konu og hún sagði: "Já, hún er sundkennarinn minn. Vissirðu það ekki?!!" og var greinilega voða hissa á því.
Ég hafði auðvitað engan möguleika á að þekkja þennan sundkennara, en þetta varð kannski til þess að maður gerði sér grein fyrir því að það er ýmislegt sem barnið er að gera á daginn, hvort sem það er í skólanum eða með vinum utan okkar heimilis sem við vitum ekkert um. Sem er í raun ekkert óeðlilegt, en vakti mig samt aðeins til umhugsunar.
Á reyndar ekki von á því að hún sé að gera nokkuð af sér meðan foreldrarnir sjá ekki til.
0 comments
Ég gerði mér allt í einu grein fyrir því að dóttir mín er komið á þann aldur að ég veit ekki um allt sem það er að gera. Kannski er langt síðan það gerðist, en lítið atriði í dag varð til þess að maður fór að spá aðeins í þetta.
Þannig er að tvær norska vinkonur Rósu eru í heimsókn hjá okkur, og í dag fóru þær í Biskupstungurnar þar sem þær ætla að gista eina nótt og koma heim aftur á morgun. Líf var því í heimsókn í vinnunni hjá mér í dag.
Vinnudagurinn endaði á því að ég fór á blaðamannafund hjá FH-ingum þar sem þeir kynntu nýja þjálfara í karla- og kvennahandboltanum. Líf fór með mér þangað. Þegar við erum að fara út mætum við konu sem Líf horfir aðeins á og þegar við erum að fara inn í bíl segir hún: "Ég vissi ekki að þessi kona væri í FH." Ég spurði hvort hún þekkti þessa konu og hún sagði: "Já, hún er sundkennarinn minn. Vissirðu það ekki?!!" og var greinilega voða hissa á því.
Ég hafði auðvitað engan möguleika á að þekkja þennan sundkennara, en þetta varð kannski til þess að maður gerði sér grein fyrir því að það er ýmislegt sem barnið er að gera á daginn, hvort sem það er í skólanum eða með vinum utan okkar heimilis sem við vitum ekkert um. Sem er í raun ekkert óeðlilegt, en vakti mig samt aðeins til umhugsunar.
Á reyndar ekki von á því að hún sé að gera nokkuð af sér meðan foreldrarnir sjá ekki til.