sunnudagur, maí 01, 2005
Sorgleg kröfuganga
Myndaði í dag 1. maí kröfugöngu í Hafnarfirði. Þetta er einhver ömurlegasta kröfuganga sem ég hef augum litið. Það hafa ekki fleiri en 40-50 manns tekið þátt í henni fyrir utan lúðrasveitina. En þegar til kom var ég ekki hissa.
Ég ætlaði nefnilega í dag að reyna að fullvissa mig um hvenær gangan færi fram. Einu upplýsingarnar höfðu komið á dreifimiða sem ég hafði fengið heim til mín en sá miði fannst ekki. Engar auglýsingar voru í bæjarblöðunum og ég hafði ekki einu sinni fengið fréttatilkynningu með dagskrá 1. maí. Þá voru heldur engar upplýsingar á vefsíðum verkalýðsfélaganna um dagskrána. Ég athugaði bæði hjá Verkalýðsfélaginu Hlíf, Verslunarmannafélagi Hafnarfjarðar og Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar. Ekki orð um kröfugöngu.
Hvernig í ósköpunum á að vekja áhuga fólks á þessari kröfugöngu þegar félögin sjálf gera ekki betur en þetta?
0 comments
Myndaði í dag 1. maí kröfugöngu í Hafnarfirði. Þetta er einhver ömurlegasta kröfuganga sem ég hef augum litið. Það hafa ekki fleiri en 40-50 manns tekið þátt í henni fyrir utan lúðrasveitina. En þegar til kom var ég ekki hissa.
Ég ætlaði nefnilega í dag að reyna að fullvissa mig um hvenær gangan færi fram. Einu upplýsingarnar höfðu komið á dreifimiða sem ég hafði fengið heim til mín en sá miði fannst ekki. Engar auglýsingar voru í bæjarblöðunum og ég hafði ekki einu sinni fengið fréttatilkynningu með dagskrá 1. maí. Þá voru heldur engar upplýsingar á vefsíðum verkalýðsfélaganna um dagskrána. Ég athugaði bæði hjá Verkalýðsfélaginu Hlíf, Verslunarmannafélagi Hafnarfjarðar og Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar. Ekki orð um kröfugöngu.
Hvernig í ósköpunum á að vekja áhuga fólks á þessari kröfugöngu þegar félögin sjálf gera ekki betur en þetta?