<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 08, 2005

Blind sker

Við Rósa horfðum á Blind sker, myndina um Bubba Morthens, á sunnudag.

Mér fannst þetta fín mynd. Hún var nokkuð upplýsandi og ýmislegt í henni sem maður vissi ekki. Skildi reyndar ekki alveg þessi innskot inn á milli, eins og þegar Markús Örn átti að vera að tala við Bubba þegar hann var lítill, en í heild fannst mér hún fín. Bubbi er alltaf flottur.

***

Reyndi að taka til á skrifstofunni í dag, en draslið er ótrúlega fljótt að safnast þar fyrir. Það kemur svo mikið af blöðum, þrjú dagblöð á dag auk þess sem þarf að halda utan um okkar eigin blað og henda af þeim skammti. Ef maður slugsar við þetta safnast bunkarnir fyrir á borðinu. Nú á hins vegar að reyna að koma systemi á þetta og henda reglulega blöðunum. Annað eins hefur að vísu verið reynt án árangurs þannig að það þarf að koma í ljós hvernig til tekst núna.

***

Liverpool-blað er komið á rekspöl, en ég hafði stefnt að því að það færi í prentun á mánudaginn var. Það gekk ekki eftir og nú er stefnt á næsta mánudag. Það er svosem í lagi, enda á að gera mikið úr Evrópumeistaratitlinum og miklu skiptir að þetta verði gert vel. Það verður samt gaman að sjá útkomuna þegar að því kemur.

***

Ræddi við Sigga fyrrverandi nágranna um hljómsveitarmál. Allt strandar á því að það fæst hvergi æfingahúsnæði. Var á hverfafundi með Lúðvíki bæjarstjóra í síðustu viku og hann upplýsti að þetta væri vandamál...það væri ekki til húsnæði fyrir allar þær hljómsveitir sem þess óskuðu eftir að gamla bæjarútgerðin var rifin. Og ég sem hélt að allt væri fullt af tómu atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði...eða það hefur kannski eitthvað breyst?

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?