föstudagur, júní 10, 2005
Brúðkaupsafmæli
Í dag eigum við hjónin fimm ára brúðkaupsafmæli. Ætlum að því tilefni að fara út að borða og gista á hóteli.
Við höfum verið svakalega léleg við að halda upp á svona merkisdaga og ákváðum því að gera eitthvað í þessu núna. Mér veitir heldur ekki af því að komast aðeins í burtu eftir törn síðustu daga...en það er að vísu að styttast í sumarfrí þannig að þá fær maður aðeins að hlaða batteríin.
En þetta verður allaveg ljúft og fín tilbreyting frá hversdagslegu amstri.
***
Annar hamingjudagur var í dag því að nú fékk það endanlega úr því skorið að Liverpool verður í meistaradeildinni. Liðið þarf hins vegar að hefja keppni í 1. umferð forkeppninnar sem mun riðla plönum um æfingaferðir sem til stóð að fara í.
Er ekki málið núna að leggjast bara á bæn og vona að Liverpool mæti FH?? :)
3 comments
Í dag eigum við hjónin fimm ára brúðkaupsafmæli. Ætlum að því tilefni að fara út að borða og gista á hóteli.
Við höfum verið svakalega léleg við að halda upp á svona merkisdaga og ákváðum því að gera eitthvað í þessu núna. Mér veitir heldur ekki af því að komast aðeins í burtu eftir törn síðustu daga...en það er að vísu að styttast í sumarfrí þannig að þá fær maður aðeins að hlaða batteríin.
En þetta verður allaveg ljúft og fín tilbreyting frá hversdagslegu amstri.
***
Annar hamingjudagur var í dag því að nú fékk það endanlega úr því skorið að Liverpool verður í meistaradeildinni. Liðið þarf hins vegar að hefja keppni í 1. umferð forkeppninnar sem mun riðla plönum um æfingaferðir sem til stóð að fara í.
Er ekki málið núna að leggjast bara á bæn og vona að Liverpool mæti FH?? :)