<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 06, 2005

Olíssport

Var að horfa á Olíssport núna. Hálfur þátturinn fór í að heimsækja íslenska landsliðið í fótbolta og gekk þátturinn aðallega út á að kanna hvernig heiti potturinn var sem þeir voru í, hver væri loðnastur á bringunni og hvað þeir borðuðu. Það er allt í lagi að hafa fimm mínútna innslag af svona efni, en ekki 15 mínútur - það verður asskoti leiðingjarnt.

Ég sé svo að ég hefði átt að sækja um sumarafleysingadjobb á Sýn miðað við gaurinn sem þeir eru að bjóða upp á sem umsjónarmann þáttarins. Hann vaggar sér til og frá í stólnum og virðist varla geta komið setningu frá sérskammlaust. Menn geta auðvitað verið í einhverjum byrjunarörðugleikum þegar menn eru að byrja í sjónvarpi en menn ættu þó að geta í það minnsta talað almennilega til að fá vinnu í ljósvakamiðlum.

***

Datt inn í þáttinn með Silvíu Nótt á Skjá einum. Þátturinn er þannig að eftir fimm mínútur liður manni svo illa að maður verður hreinlega að skipta um stöð. Þegar ég sá hins vegar þættinum hrósað í hástert í fjölmiðlapistli í Fréttablaðinu fór ég að velta því fyrir mér hvort að þetta gæti orðið einn af þessum þáttum sem enginn skilur í byrjun en allir fara svo að fíla eftir nokkur skipti. Ég sé það reyndar ekki gerast með þennan þátt...en ég hef reyndar aldrei verið mjög spámannlega vaxinn.

***

Tveir dagar í að ákvörðun liggi fyrir um hvort Liverpool fái að vera með í meistaradeildinni. Ef það er vilji til þess hjá UEFA þá finna menn leið til þess.

2 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?