fimmtudagur, ágúst 18, 2005
Næstum því tölvuvandræði
Já, það munaði engu að ég færi yfirum þegar ég hélt að ég yrði að vera án fartölvunnar fram yfir helgi.
Ég kveiki á tölvunni í morgun og það rétt glittir í það sem á að sjást á skjánum. Þetta er ekki sérlega gott í augun og öll áreynslan við að rína í skjáinn verður sennilega til þess að ég þarf að fá mér gleraugu fyrr en ég annars hefði þurft. Ég hringdi þá í þann sem átti að þjónusta vélina. Sá var hins vegar í Danmörku og var ekki væntanlegur heim fyrr en eftir helgi. Hann hafði ekki hugmynd um hvað gæti hugsanlega verið að. Æ, hugsaði ég, og fór svo að hugsa í samráði við yfirmanninn hvað ég ætti að gera.
Ég ákvað svo að hringja í þann sem seldi mér vélina til að athuga hvað hægt væri að gera og hvort hægt væri að leita til einhvers annars aðila með viðgerðir. Hann áttaði sig hins vegar strax á því hvað væri að. Þá hafði kusk komist í takkann sem slekkur á skjánum þegar tölvunni er lokað og hann sagði að líklegast væri nóg að reyna að hreinsa það út með tannstöngli. Hann sagði þetta vera nokkuð algengt vandamál með fartölvur. Þetta gekk eftir og nú er birtustigið eins og það á að vera á skjánum.
Eftir situr hins vegar þessi spurning í kollinum: Af hverju í ósköpunum vissi sá sem átti að vera fagmaður í viðgerðum á tölvum ekki af því að þetta gæti verið vandamálið?
0 comments
Já, það munaði engu að ég færi yfirum þegar ég hélt að ég yrði að vera án fartölvunnar fram yfir helgi.
Ég kveiki á tölvunni í morgun og það rétt glittir í það sem á að sjást á skjánum. Þetta er ekki sérlega gott í augun og öll áreynslan við að rína í skjáinn verður sennilega til þess að ég þarf að fá mér gleraugu fyrr en ég annars hefði þurft. Ég hringdi þá í þann sem átti að þjónusta vélina. Sá var hins vegar í Danmörku og var ekki væntanlegur heim fyrr en eftir helgi. Hann hafði ekki hugmynd um hvað gæti hugsanlega verið að. Æ, hugsaði ég, og fór svo að hugsa í samráði við yfirmanninn hvað ég ætti að gera.
Ég ákvað svo að hringja í þann sem seldi mér vélina til að athuga hvað hægt væri að gera og hvort hægt væri að leita til einhvers annars aðila með viðgerðir. Hann áttaði sig hins vegar strax á því hvað væri að. Þá hafði kusk komist í takkann sem slekkur á skjánum þegar tölvunni er lokað og hann sagði að líklegast væri nóg að reyna að hreinsa það út með tannstöngli. Hann sagði þetta vera nokkuð algengt vandamál með fartölvur. Þetta gekk eftir og nú er birtustigið eins og það á að vera á skjánum.
Eftir situr hins vegar þessi spurning í kollinum: Af hverju í ósköpunum vissi sá sem átti að vera fagmaður í viðgerðum á tölvum ekki af því að þetta gæti verið vandamálið?