miðvikudagur, september 14, 2005
Hér kemur sólin...
Ég er nýbúinn að klára bók um sögu Bítlana sem ég fékk lánaða á bókasafninu. Man ekkert hvað bókin heitir lengur en höfundur hennar skrifar töluvert upp úr því sem hann heyrði á safni af upptökum með Bítlunum sem geymdar eru í Abbey Road hljóðverinu.
Þó að ég hafi mikið hlustað á Bítlana hef ég ekki kannski gert mikið af því að fræðast sérstaklega um þá og því opnaði þessi bók ýmsar víddir varðandi hljómsveitina. Mikið er t.d. sagt frá hlutverki hvers og eins, hvernig lögin verða til og söguna á bak við þau, og það er nokkuð sem ég hef alltaf gaman af að fræðast um.
Eftir lestur bókarinnar fékk ég eitt bítlalag á heilann. Þetta er lagið Here comes the sun. Það sem ég rak mest augun í var í fyrsta lagi að George Harrison skyldi hafa samið það og í öðru lagi að John Lennon tók enga þátt í laginu, sem var kannski skýrt merki um þá upplausn sem var að eiga sér stað í hljómsveitinni. En það eru ýmis fleiri lög sem maður á eftir að líta öðruvísi á.
***
Hvaða steypa er þetta sem morgunsjónvarpið er að bjóða upp á sem teiknimynd á morgnana? Það hefur alltaf verið hefð hjá fjölskyldunni að horfa saman í rúminu á teiknimyndina í morgunsjónvarpinu áður en farið er á fætur, og var þetta skemmtilegt þegar Tommi og Jenni eða Kalli kanína sáu um að skemmta okkur. En nú er komin einhver steypa þar sem í aðalhlutverki eru froskur, hundur, brjálaður vísindamaður og enn brjálaðri kokkur.
Í guðanna bænum reynið að bjóða manni upp á eitthvað skárra en þetta!!
***
Á mánudaginn fékk ég símtal og í framhaldinu verður líklega fundur á næstu dögum. Ef hann fer vel eru spennandi en jafnframt annasamir tímar framundan.
4 comments
Ég er nýbúinn að klára bók um sögu Bítlana sem ég fékk lánaða á bókasafninu. Man ekkert hvað bókin heitir lengur en höfundur hennar skrifar töluvert upp úr því sem hann heyrði á safni af upptökum með Bítlunum sem geymdar eru í Abbey Road hljóðverinu.
Þó að ég hafi mikið hlustað á Bítlana hef ég ekki kannski gert mikið af því að fræðast sérstaklega um þá og því opnaði þessi bók ýmsar víddir varðandi hljómsveitina. Mikið er t.d. sagt frá hlutverki hvers og eins, hvernig lögin verða til og söguna á bak við þau, og það er nokkuð sem ég hef alltaf gaman af að fræðast um.
Eftir lestur bókarinnar fékk ég eitt bítlalag á heilann. Þetta er lagið Here comes the sun. Það sem ég rak mest augun í var í fyrsta lagi að George Harrison skyldi hafa samið það og í öðru lagi að John Lennon tók enga þátt í laginu, sem var kannski skýrt merki um þá upplausn sem var að eiga sér stað í hljómsveitinni. En það eru ýmis fleiri lög sem maður á eftir að líta öðruvísi á.
***
Hvaða steypa er þetta sem morgunsjónvarpið er að bjóða upp á sem teiknimynd á morgnana? Það hefur alltaf verið hefð hjá fjölskyldunni að horfa saman í rúminu á teiknimyndina í morgunsjónvarpinu áður en farið er á fætur, og var þetta skemmtilegt þegar Tommi og Jenni eða Kalli kanína sáu um að skemmta okkur. En nú er komin einhver steypa þar sem í aðalhlutverki eru froskur, hundur, brjálaður vísindamaður og enn brjálaðri kokkur.
Í guðanna bænum reynið að bjóða manni upp á eitthvað skárra en þetta!!
***
Á mánudaginn fékk ég símtal og í framhaldinu verður líklega fundur á næstu dögum. Ef hann fer vel eru spennandi en jafnframt annasamir tímar framundan.