<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 21, 2005

Verkefni

Já, það fór aldrei svo að maður myndi ekki taka að sér annað aukaverkefni. Það sem það er ekki alveg 100% í höfn (bara næstum því) fer ég ekki nánar út í hvað það er hér, en það verður gert þegar það er óhætt. En fundur sem var haldinn á mánudaginn gekk vel og mjög líklegt að af þessu verði. Þetta mun kosta brjálaða vinnu út október, sem mun kannski þýða lítið af bloggfærslum...það verður bara að koma í ljós.

***

Maður er alltaf minntur á það öðru hverju að maður veit aldrei hvenær kallið úr þessum heimi kemur. Á sunnudagsmorgun varð Anne Clyde bráðkvödd. Ég kynntist Anne ágætlega fyrst eftir að hún byrjaði að kenna á Íslandi en þá var hún í mjög nánu samstarfi við mömmu og var oft í heimsókn hjá okkur. Þó að ég hafi nánast ekkert samband haft við hana síðustu árin þá brá mér nett þegar mamma sagði mér frá þessu, kannski vitandi það að hún er nokkrum árum yngri en mamma og ekkert benti til þess að hún væri að yfirgefa þennan heim. Heyrði reyndar meira að segja að hún hefði rætt það við einhverja samstarfskonu sína tveimur dögum áður en þetta gerðist að henni hefði ekki liðið svona vel í mörg ár. Þetta er dálítið óhugnanlegt en segir manni að þetta getur jafnt gerst fyrir heilsuhraust fólk og þá sem eru eitthvað veikari fyrir.

***

Fór að sjá Edit Piaff á sunnudagskvöld. Fannst sýningin svolítið kaflaskipt og mun skemmtilegri eftir hlé en fyrir. Mér fannst Brynhildur líka pínulítið kaflaskipt í söngnum en það er í raun ekki hægt að ætlast til annars þar sem þetta er engin smáræðissöngkona sem hún er að leika og í raun var hún eins lík henni og frekast var unnt. Í heild myndi ég segja að ég gæti alveg mælt með þessari sýningu.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?