<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 27, 2005

Piparsveinninn

Þar sem ég hafði ekkert betra að gera ákvað ég að horfa á piparsveinaþáttinn (get ekki notað ensku slettuna sem þeir eru að nota). Ég horfði á fyrsta þáttinn og fékk eiginlega nóg þar sem ég get ekki þolað þegar hlutirnir eru teygðir út í það óendanlega eins og gert var þá. Mikil umræða hefur hins vegar orðið um þessa þætti þannig að ég varð að horfa á einn af forvitni. Kannski í og með líka vegna þess að ég hef alltaf fylgst vel með bandarísku þáttunum á Skjá einum.

En ég held að það sé alveg ljóst að ég mun ekki fara að hliðra neinu til til að fara að horfa á þennan þátt aftur. Það er hreinlega eins og að ákveðna fagmennsku vanti í þetta hjá Skjá einum, því þegar Stöð 2 hefur tekið upp íslenska útgáfu af erlendum þáttum eins og Idol og Viltu vinna milljón hefur það gengið vel. Þessi tilraun Skjás eins á þessu sviði er hins vegar ekki að ganga upp.

Nú er það þannig að þessir þættir snúast mjög mikið um að piparsveinninn sé spennandi sjónvarpsefni. Þessi piparsveinn er það hins vegar alls ekki. Hann virkar einstaklega flatur og óspennandi og fátt við hann sem laðar mann að þættinum. Þá finnst mér sviðsmyndin líka klúðursleg og staðurinn þar sem rósaafhendingin fer fram virka eins og að hann fari fram í pínulítilli skonsu. Það virkar ekki traustvekjandi.

Þá er umsjónarmaðurinn ekki nógu góður. Það er auðvitað ekki vandræðalaust að stjórna svona þætti en þetta finnst mér hreinlega ekki vera að virka.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?