föstudagur, nóvember 18, 2005
Fréttablaðið
Fréttablaðið hefur lengi verið sakað um að ganga erinda eigenda sinna. Mér hefur í gegnum tíðina fundist það heldur ósanngjarnar ásakanir, sérstaklega af því að þeir sem halda þessu fram hafa ekki svo ég viti getað bent á ákveðin dæmi um þessa misnotkun. Þeir hafa aðeins getað sagt: "Það sjá þetta allir." Sem eru auðvitað engin rök.
Ein frétt í Fréttablaðinu í morgun vakti mig hins vegar aðeins til umhugsunar um hvort skilin milli frétta og auglýsinga séu ekki neitt voðalega skýr. Þetta er frétt um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fer fram á morgun. Þar eru stutt komment við þau tvö sem bjóða sig fram í fyrsta sætið en síðan fylgir þessi klausa:
"Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði ákvað að leyfa frambjóðendum sínum að auglýsa í fjölmiðlum fyrir prófkjörið. Mikið hefur verið auglýst í bæjarblöðum í Hafnarfirði en svo virðist sem auglýsingaherferðir hafi ekki náð inn í fjölmiðla með dreifingu á landsvísu."
Í fyrsta lagi: Af hverju ættu frambjóðendur að auglýsa annars staðar en í bæjarblöðum? Þetta eru nú einu sinni blöðin sem koma út í því bæjarfélagi sem kjósendur þeirra eru. Boðskapur þeirra á ekkert erindi við íbúa á landsvísu og það er miklu dýrara að auglýsa í stóru fjölmiðlunum heldur en bæjarblöðunum. Það getur því ekki borið vott um mikla fjármálavisku að heyja þessa baráttu eingöngu í stóru fjölmiðlunum.
Í öðru lagi: Hvað er fréttnæmt við það að frambjóðendurnir auglýsi ekki á landsvísu heldur í bæjarblöðunum? Mér finnst freistandi að álykta sem svo að Fréttablaðið sé eitthvað svekkt yfir að hafa ekki náð auglýsingum frá þessum frambjóðendum til sín og séu að taka það út í þessum skrifum. Ef það er rétt er það hið versta mál fyrir blaðið.
Í þriðja lagi: Hefði Fréttablaðið tekið það sérstaklega upp ef frambjóðendur hefðu tekið upp á því að auglýsa eingöngu í stóru fjölmiðlunum en ekki bæjarblöðunum? Það hefði í raun verið miklu merkilegra og stærra mál ef svo hefði verið.
Verð bara að segja það hreint út að þessu fréttaflutningur jók ekki sérstaklega traust mitt á blaðinu.
4 comments
Fréttablaðið hefur lengi verið sakað um að ganga erinda eigenda sinna. Mér hefur í gegnum tíðina fundist það heldur ósanngjarnar ásakanir, sérstaklega af því að þeir sem halda þessu fram hafa ekki svo ég viti getað bent á ákveðin dæmi um þessa misnotkun. Þeir hafa aðeins getað sagt: "Það sjá þetta allir." Sem eru auðvitað engin rök.
Ein frétt í Fréttablaðinu í morgun vakti mig hins vegar aðeins til umhugsunar um hvort skilin milli frétta og auglýsinga séu ekki neitt voðalega skýr. Þetta er frétt um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fer fram á morgun. Þar eru stutt komment við þau tvö sem bjóða sig fram í fyrsta sætið en síðan fylgir þessi klausa:
"Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði ákvað að leyfa frambjóðendum sínum að auglýsa í fjölmiðlum fyrir prófkjörið. Mikið hefur verið auglýst í bæjarblöðum í Hafnarfirði en svo virðist sem auglýsingaherferðir hafi ekki náð inn í fjölmiðla með dreifingu á landsvísu."
Í fyrsta lagi: Af hverju ættu frambjóðendur að auglýsa annars staðar en í bæjarblöðum? Þetta eru nú einu sinni blöðin sem koma út í því bæjarfélagi sem kjósendur þeirra eru. Boðskapur þeirra á ekkert erindi við íbúa á landsvísu og það er miklu dýrara að auglýsa í stóru fjölmiðlunum heldur en bæjarblöðunum. Það getur því ekki borið vott um mikla fjármálavisku að heyja þessa baráttu eingöngu í stóru fjölmiðlunum.
Í öðru lagi: Hvað er fréttnæmt við það að frambjóðendurnir auglýsi ekki á landsvísu heldur í bæjarblöðunum? Mér finnst freistandi að álykta sem svo að Fréttablaðið sé eitthvað svekkt yfir að hafa ekki náð auglýsingum frá þessum frambjóðendum til sín og séu að taka það út í þessum skrifum. Ef það er rétt er það hið versta mál fyrir blaðið.
Í þriðja lagi: Hefði Fréttablaðið tekið það sérstaklega upp ef frambjóðendur hefðu tekið upp á því að auglýsa eingöngu í stóru fjölmiðlunum en ekki bæjarblöðunum? Það hefði í raun verið miklu merkilegra og stærra mál ef svo hefði verið.
Verð bara að segja það hreint út að þessu fréttaflutningur jók ekki sérstaklega traust mitt á blaðinu.