<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, nóvember 25, 2005

Idol

Vinnufélagi minn hringdi í mig eftir Idolið í kvöld og sagði að eftir þessi úrslit væri hann hættur að horfa á Idolið. Ég vil ekki ganga svo langt en ég skildi strax ástæðurnar fyrir því.

Í þættinum í síðustu viku söng strákur sem átti víst að vera voða myndarlegur og mér fannst hann syngja illa. Hann fékk hins vegar hrós frá allri dómnefndinni sem var algjörlega óskiljanlegt. Ég varð því afar feginn að gaurinn skyldi ekki ná einu af þremur efstu sætlunum og ánægður með að þjóðin skyldi ekki falla fyrir skjalli dómaranna.

Í þættinum í kvöld var annar myndarlegur strákur að syngja, og hann söng líka illa. Og aftur hrósar öll dómnefndin honum af óskiljanlegum ástæðum. Nú virkaði það hins vegar og gaurinn kemst áfram á óverðskulduðu hrósi dómnefndar, og á kostnað stelpu sem söng miklu betur en hann. Það er pirrandi.

Ég vona þó að stelpan komist áfram í dómaravalinu...það hefur reyndar stundum komið fólkið vel.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?