<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

KB-banki

KB-banki hefur verið að bögga mig upp á síðkastið. Ég á það reyndar líka til sjálfur að vera lynkulegur þegar menn gera mér einhver tilboð þegar þau eru "án skuldbindinga." Mér finnst þetta bögg upp á síðkastið samt of langt gengið

Þannig er að í vor gerði KB-banki mér tilboð í bankaviðskipti mín. Þeir hringdu og mér fannst þá allt í lagi að sjá hvað þeir væri að bjóða. Tilboðið kom og ég ákvað að taka því ekki. Allt í góðu með það.

Fyrir um mánuði var aftur hringt frá KB-banka. Þá var spurt út í viðbótarlífeyrissparnað sem ég hafði tekið hjá þeim á þeim tíma sem ég vann hjá DV. Það hafði reyndar eitthvað lítið sést af þeim peningum á síðustu lífdögum DV og ekkert hefur komið þar inn síðan ég byrjaði hjá Víkurfréttum. Þeir spurðu hvort ég vildi ekki færa hann á minn núverandi vinnustað. Ég þáði það.

Síðan spurðu þeir mig hvort ég vildi fá tilboð í bankaviðskiptin. Ég sagði þeim að ég hefði fengið tilboð í vor sem ég hefði hafnað og að ég hefði ekki í hyggju að skipta um banka.

Þá var mér boðið að fara í skoðun á tryggingunum hjá mér, þ.e. hvort ég væri of mikið eða of lítið tryggður og að ég fengi svo einhver ráð um það. Þetta átti að vera ókeypis og án allra skuldbindinga. Mér fannst alveg í lagi að skoða þau mál og þeir sögðust myndu senda einhvern ráðgjafa til mín.

Sá ráðgjafi kom um tveimur vikum seinna en þegar til kom reyndist ekki vera um ráðgjöf að ræða heldur átti aftur að gera mér tilboð í bankaviðskiptin. Tryggingaendurskoðunin hafði aðeins falist í því að þar sem ég tryggi hjá VÍS myndi ég fá afslátt af tryggingunum ef ég myndi fær viðskipti mín yfir í KB-banka!

Hvað í ósköpunum á þetta að þýða? Ég er tvisvar búinn að segja nei við að flytja bankaviðskiptin mín þangað en samt halda þeir áfram að hringja. Ég get svoleiðis svarið það að ef það verður hringt enn einu sinni í mig frá KB-banka á ég eftir að öskra (Jón Heiðar, þú ert undanskilinn :)).

3 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?