þriðjudagur, nóvember 15, 2005
Þorsteinn Guðmundsson
Af hverju er DV að leggja ofurkapp á að reyna að segja okkur að Þorsteinn Guðmundsson hafi verið fyndinn á Eddunni? Halda þeir virkilega að þeir geti sannfært fólk um það? Leikkonan sem leikur Sylvíu nótt hefur greinilega meiri húmor í nöglinni á litlu tá en Þorsteinn hefði í öllum sínum kroppi, og það jafnvel þó að hann bætti á sig 100 kílóum. Hef aldrei séð jafn pínlega lélegt uppistand og þetta kvöld.
***
Annað sem er pínlegt er að viðtalið við Jón Ólafsson hafi ekki verið birt í Kastljósinu. Hef samt enga ástæðu til að trúa ekki að tæknilegar ástæður hafi legið á bak við þetta, og vonandi verður viðtalið birt í kvöld í þeirri útgáfu sem það átti að birtast í gær. Ég bíð spenntur eftir því að minnsta kosti.
0 comments
Af hverju er DV að leggja ofurkapp á að reyna að segja okkur að Þorsteinn Guðmundsson hafi verið fyndinn á Eddunni? Halda þeir virkilega að þeir geti sannfært fólk um það? Leikkonan sem leikur Sylvíu nótt hefur greinilega meiri húmor í nöglinni á litlu tá en Þorsteinn hefði í öllum sínum kroppi, og það jafnvel þó að hann bætti á sig 100 kílóum. Hef aldrei séð jafn pínlega lélegt uppistand og þetta kvöld.
***
Annað sem er pínlegt er að viðtalið við Jón Ólafsson hafi ekki verið birt í Kastljósinu. Hef samt enga ástæðu til að trúa ekki að tæknilegar ástæður hafi legið á bak við þetta, og vonandi verður viðtalið birt í kvöld í þeirri útgáfu sem það átti að birtast í gær. Ég bíð spenntur eftir því að minnsta kosti.