föstudagur, nóvember 18, 2005
Truflun
Strákarnir á Stöð 2 hafa verið með lið í gangi sem heitir Truflun, þar sem þeir hafa komið inn á viðkvæmum augnablikum einhvers viðburðar, yfirleitt þeim til ama sem taka þátt eða horfa á nema hvort tveggja sé. Ég hef tvisvar orðið vitni að svona truflun og hélt að ég væri í raun að verða vitni að þeirri þriðju í kvöld, nema að sá sem var aðallega í trufluninni var um 50 árum eldri en strákarnir.
Í kvöld var ég semsagt á Garðatorgi að mynda tónleika sem Þuríður Sigurðardóttir hélt. Sá hluti sem ég fylgdist með var hinn skemmtilegasti. Hins vegar var einn áhorfandi sem ég var ekki viss um hvort væri undir áhrifum áfengis eða hvort hann væri bara svona dyggur aðdáandi.
Tónleikunum seinkaði um hálftíma þar sem bassaleikarinn í hljómsveitinni var að spila í einhverju leikriti. Þegar öll hljómsveitin var komin á sviðið nema bassaleikarinn tók maðurinn sig til, labbaði að sviðinu og tók mynd af hverjum og einum í hljómsveitinni. Hmmm...
Bassaleikarinn kom svo og þá var Þuríður kynnt til sögunnar. Hún byrjaði á að afsaka töfina og sagði að svona gæti þetta nú orðið þegar maður vildi fá góða tónlistarmenn með sér. Okkar maður tekur sig þá til og svarar: "Þetta er eins og að bíða eftir flugfreyju sem er alltaf í loftinu." Þetta uppskar aðeins vandræðalegan hlátur örfárra einstaklinga og það eina sem Þuríður sagði við þessu var: "Já, þú segir það." Þann tíma sem ég var á staðnum var maðurinn til friðs og vonandi hefur svo verið það sem eftir er af tónleikunum.
Ætli svona menn geti kallast tónleikabullur?
0 comments
Strákarnir á Stöð 2 hafa verið með lið í gangi sem heitir Truflun, þar sem þeir hafa komið inn á viðkvæmum augnablikum einhvers viðburðar, yfirleitt þeim til ama sem taka þátt eða horfa á nema hvort tveggja sé. Ég hef tvisvar orðið vitni að svona truflun og hélt að ég væri í raun að verða vitni að þeirri þriðju í kvöld, nema að sá sem var aðallega í trufluninni var um 50 árum eldri en strákarnir.
Í kvöld var ég semsagt á Garðatorgi að mynda tónleika sem Þuríður Sigurðardóttir hélt. Sá hluti sem ég fylgdist með var hinn skemmtilegasti. Hins vegar var einn áhorfandi sem ég var ekki viss um hvort væri undir áhrifum áfengis eða hvort hann væri bara svona dyggur aðdáandi.
Tónleikunum seinkaði um hálftíma þar sem bassaleikarinn í hljómsveitinni var að spila í einhverju leikriti. Þegar öll hljómsveitin var komin á sviðið nema bassaleikarinn tók maðurinn sig til, labbaði að sviðinu og tók mynd af hverjum og einum í hljómsveitinni. Hmmm...
Bassaleikarinn kom svo og þá var Þuríður kynnt til sögunnar. Hún byrjaði á að afsaka töfina og sagði að svona gæti þetta nú orðið þegar maður vildi fá góða tónlistarmenn með sér. Okkar maður tekur sig þá til og svarar: "Þetta er eins og að bíða eftir flugfreyju sem er alltaf í loftinu." Þetta uppskar aðeins vandræðalegan hlátur örfárra einstaklinga og það eina sem Þuríður sagði við þessu var: "Já, þú segir það." Þann tíma sem ég var á staðnum var maðurinn til friðs og vonandi hefur svo verið það sem eftir er af tónleikunum.
Ætli svona menn geti kallast tónleikabullur?