miðvikudagur, janúar 18, 2006
Bið
Það hefur verið mikil bloggleti í mér upp á síðkastið. Maður hefur hugsað nokkrum sinnum: "Maður ætti nú kannski að blogga um þetta," en svo bara einhvern veginn ekki nennt því. En nú er þetta að færast til betri vegar. Öllum bloggum um DV, Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ og þar fram eftir götunum verður því bara sleppt nema að ástæða sé til annars.
***
Enn er barnið ekki komið og það þrátt fyrir að Rósa hafi verið sett á fimmtudaginn var. Við áttum reyndar ekki von á öðru en að hún myndi ganga framyfir þannig að það er ekkert stress á okkur. Ég tek mánuð í fæðingarorlof eftor að barnið fæðist og það er ekki laust við að ég hlakki svolítið til þess að taka þetta frí með konu og barni.
***
Á meðan er hins vegar brjálað að gera í vinnunni eins og venjulega. Næturvinna á þriðjudagskvöldum eins og venjulega og lítill svefn í nótt. Ætli maður hafi þá vit á því að fara snemma að sofa í kvöld. Nahh, ekki frekar en venjulega.
***
Í vikunni var ég beðinn um að vera með erindi og taka þátt í pallborðsumræðum á fundi sem Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði standa fyrir. Yfirskriftin er "Eru fjölmiðlar á réttri leið?". Ég verð að viðurkenna að ég var nokkuð upp með mér að ég skyldi vera beðinn um þetta. En auðvitað veltur þetta á tímasetningu barnsins. Vona samt að ég geti tekið þátt í þessu, ekki bara til að tala fyrir fjöldanum heldur er þetta umræðuefni afar áhugavert og víðtækt. En ef ég get það ekki verður það af gleðilegu tilefni :)
0 comments
Það hefur verið mikil bloggleti í mér upp á síðkastið. Maður hefur hugsað nokkrum sinnum: "Maður ætti nú kannski að blogga um þetta," en svo bara einhvern veginn ekki nennt því. En nú er þetta að færast til betri vegar. Öllum bloggum um DV, Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ og þar fram eftir götunum verður því bara sleppt nema að ástæða sé til annars.
***
Enn er barnið ekki komið og það þrátt fyrir að Rósa hafi verið sett á fimmtudaginn var. Við áttum reyndar ekki von á öðru en að hún myndi ganga framyfir þannig að það er ekkert stress á okkur. Ég tek mánuð í fæðingarorlof eftor að barnið fæðist og það er ekki laust við að ég hlakki svolítið til þess að taka þetta frí með konu og barni.
***
Á meðan er hins vegar brjálað að gera í vinnunni eins og venjulega. Næturvinna á þriðjudagskvöldum eins og venjulega og lítill svefn í nótt. Ætli maður hafi þá vit á því að fara snemma að sofa í kvöld. Nahh, ekki frekar en venjulega.
***
Í vikunni var ég beðinn um að vera með erindi og taka þátt í pallborðsumræðum á fundi sem Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði standa fyrir. Yfirskriftin er "Eru fjölmiðlar á réttri leið?". Ég verð að viðurkenna að ég var nokkuð upp með mér að ég skyldi vera beðinn um þetta. En auðvitað veltur þetta á tímasetningu barnsins. Vona samt að ég geti tekið þátt í þessu, ekki bara til að tala fyrir fjöldanum heldur er þetta umræðuefni afar áhugavert og víðtækt. En ef ég get það ekki verður það af gleðilegu tilefni :)