<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Árið

Óska lesendum gleðilegs árs.

Nýliðið ár hefur að mestu leyti verið hefðbundið. Þó hefur ýmislegt gerst sem er eftirminnilegra en annað.

- Eftirminnilegasta stund ársins er tvímælalaust stundin þegar við Rósa fréttum að hún væri ólétt. Nú er óðum að styttast í barnið en Rósa er sett 12. janúar. Við reiknum með að barnið komi viku eða hálfum mánuði seinna miðað við fyrri óléttu.

- Ég hef aldrei farið í jafn margar utanlandsferðir og á þessu ári. Þær urðu fjórar; fjölskyldufrí til Flórída um páskana sem var afar ánægjulegt, vinnuferð til Liverpool í júlí, fararstjóraferð til Liverpool um mánaðamótin september-október þar sem horft var á leik Liverpool og Chelsea og svo ferð til Kaupmannahafnar með vinnunni í byrjun nóvember. Ekki er gert ráð fyrir neinni utanlandsferð á þessu ári.

- Þetta ár var líka ár aukaverkefnisins sem fór út um þúfur. Verður þó líklega að veruleika á þessu ári.

- Vinnan gekk sinn vanagang og mér tókst að vinna ekki alveg eins mikið og ég gerði í fyrra. Ég tók ekki að mér eins mikið af aukaverkefnum og árið áður, sem er jákvætt.

- Við stóðum hins vegar ekki við það að vera dugleg að fara með tjaldið og réði slæmt veður því að mestu leyti. Við fórum í tvær útilegur; fyrst rigndum við niður og síðan var tjaldið næstum fokið ofan af okkur. Samt skemmtileg frí.

Framundan er vonandi skemmtilegt ár, bæði í einkalífinu og vinnunni. Nýtt barn á leiðinni, sem verður auðvitað ómæld gleði. Sveitarstjórnarkosningar framundan, sem hefur í för með sér mikið áreiti en jafnframt mikla aksjón, sem er jú að hluta til það sem maður leitar í. Svo verður bara að koma í ljós hvernig árið þróast að öðru leyti. Ég er allavega bara nokkuð bjartsýnn.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?