<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 03, 2006

Eurovision

Jahéra. Ég er enn ekki búinn að blogga neitt um Eurovision. Skandall. En nú kemur bloggið fyrir þessi tvö úrslitakvöld sem liðin eru.

Á fyrsta kvöldinu voru þrjú lög áberandi best og komust þau áfram. Mér finnst reyndar bæði lagið Það sem verður (í flutningi Friðriks Ómars) og lagið Þér við hlið (í flutningi Regínu Óskar) vera sigurstrangleg. Strengjadansinn er nokkuð skemmtilegt, en samt síðri lagasmíð en hin tvö. Ég var hins vegar ekki sáttur við að lag Ómars Ragnarssonar kæmist áfram á kostnað lagsins sem Matti í Pöpunum söng, en það lag kemst reyndar hugsanlega áfram sem fimmta sætis lag. Rósa benti reyndar á það áður en úrslitin voru ljós að lag Ómars höfðaði töluvert til eldra fólks og trúlega hefur það fleytt því áfram. Hin þrjú lögin áttu aldrei möguleika.

Á kvöldi nr. tvö voru lögin í heild hins vegar mun síðri. En eins og á fyrra kvöldinu voru þrjú lög áberandi best og komust þau áfram. Ég var hins vegar ósáttur við að Salsalagið sem Sigurjón Brink söng skyldi komast áfram. Þar hefði ég viljað sjá lag Eyjólfs Kristjánssonar, en það komst ekki einu sinni að sem fimmta sætis lag heldur var það lagði um Sæma rokk sem komst þangað í staðinn. Skil það ekki, það lag er einfaldlega hrútleiðinlegt. Lagið sem Guðrún Árný söng gæti alveg náð langt, enda virðist það oft höfða til Eurovisionáhorfenda þegar söngvarar (sérstaklega konur) fara yfir vítt tónsvið og ná hátt upp.

Ég er þegar farinn að hlakka til næsta laugardags :)

***

Litla barnið mitt er átvagl. Það vildi sífellt fá meira og meira að drekka og náði ekkert að sofa almennilega. Ljósmæðurnar skrifa þetta á vaxtarkipp, sem er vonandi rétt. En með þessu áframhaldi verður stelpa orðin tveir metrar á hæð fyrir fermingu.

2 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?