þriðjudagur, febrúar 14, 2006
Mistök
Úff, hvað það hefur verið erfitt að vera Þóra Kristín Ásgeirsdóttir á sunnudagskvöld? Hún í beinni á NFS að segja frá úrslitunum í prófkjöri Samfylkingarinnar, og þegar búið er að lesa upp tölurnar þar sem Dagur varð í efsta sæti gengur hún beint að Steinunni Valdísi og spyr hvernig það sé að vera sigurvegari prófkjörsins! Þóra Kristín virtist þarna ekki hafa áttað sig á því að tölurnar sem nefndar voru í kjölfar nafns Steinunnar voru fyrir 1. og 2. sætið en ekki það fyrsta eingöngu.
Ég vorkenndi allavega Þóru Kristínu alveg hrikalega þegar ég sá þetta og gæti ímyndað mér að hún hefði helst viljað hverfa niður úr gólfinu þegar hún áttaði sig á þessu. Sorglegt fyrir hana því Þóra Kristín er nefnilega prýðilegur fréttamaður.
En það getur allt gerst í beinni útsendingu!
1 comments
Úff, hvað það hefur verið erfitt að vera Þóra Kristín Ásgeirsdóttir á sunnudagskvöld? Hún í beinni á NFS að segja frá úrslitunum í prófkjöri Samfylkingarinnar, og þegar búið er að lesa upp tölurnar þar sem Dagur varð í efsta sæti gengur hún beint að Steinunni Valdísi og spyr hvernig það sé að vera sigurvegari prófkjörsins! Þóra Kristín virtist þarna ekki hafa áttað sig á því að tölurnar sem nefndar voru í kjölfar nafns Steinunnar voru fyrir 1. og 2. sætið en ekki það fyrsta eingöngu.
Ég vorkenndi allavega Þóru Kristínu alveg hrikalega þegar ég sá þetta og gæti ímyndað mér að hún hefði helst viljað hverfa niður úr gólfinu þegar hún áttaði sig á þessu. Sorglegt fyrir hana því Þóra Kristín er nefnilega prýðilegur fréttamaður.
En það getur allt gerst í beinni útsendingu!