sunnudagur, febrúar 12, 2006
Sif heitir daman
Þá er formlega búið að staðfesta nafnið á barninu, sem heitir Sif. Skírnin fór fram í gær heima og tókst frábærlega. Einar Fríkirkjuprestur var hins vegar vant við látinn en hinn presturinn, Sigríður, leysti hann af hólmi og gerði það frábærlega. Gott að kirkjan sé svona lánsöm með presta sína.
Það merkilega er hins vegar hvernig Sif brást við öllum tilstandinu. Í þeim skírnum sem ég hef farið á hafa krakkarnir yfirleitt farið að öskra einhvern tímann meðan á athöfninni stendur þannig að varla skilst orð af því sem presturinn segir. Þær skírnir eiga það reyndar allar sameiginlegt að hafa farið fram í kirkjum. Sif var hins vegar ekki að kippa sér mikið upp við þetta. Ég hélt fyrst á henni meða presturinn flutti sinn hefðbundna boðskap og þá dottaði hún í fanginu á mér. Líf hélt svo á henni undir skírninni sjálfri og þá rétt rumskaði hún en var svo aftur farin að dotta þegar athöfninni lauk. Ég held að skýringuna sé að leita í því að skírnin hafi farið fram heima og því ekki sama stressið í kringum hana eins og annars hefði verið. Presturinn sagði það líka að þetta væri orðið sífellt algengara og það skil ég ósköp vel eftir þetta reynslu.
Annars dafnar hún ágætlega og þyngdist m.a. um 350 grömm í síðustu viku. Enda dugleg að drekka eins og ég minntist áður á.
***
24 er aftur byrjað í sjónvarpinu. Nú telur maður niður að næsta sunnudagskvöldi, enda eru þetta mestu snilldarþættir sem gerðir hafa verið.
***
Pókerkvöld var haldið á föstudagskvöldið. Ég var óvenju rólegur í áfenginu miðað við önnur kvöld vegna skírnarinnar í gær. Kvöldið var haldið heima hjá Jóa og braut hann þá reglu að gestgjafinn tapaði alltaf því að eftir kvöldið voru allir í mínus nema hann. Verst er að það er sennilega eitthvað í það að maður getur sjálfur haldið svona kvöld...Sif þarf allavega að stækka eitthvað áður en það getur gerst.
***
Liverpool vann Wigan í gær. Vonandi kemur þessi sigur sjálfstrausti í liðið...ætti allavega að vera gott veganesti fyrir leikinn gegn Arsenal á þriðjudaginn.
2 comments
Þá er formlega búið að staðfesta nafnið á barninu, sem heitir Sif. Skírnin fór fram í gær heima og tókst frábærlega. Einar Fríkirkjuprestur var hins vegar vant við látinn en hinn presturinn, Sigríður, leysti hann af hólmi og gerði það frábærlega. Gott að kirkjan sé svona lánsöm með presta sína.
Það merkilega er hins vegar hvernig Sif brást við öllum tilstandinu. Í þeim skírnum sem ég hef farið á hafa krakkarnir yfirleitt farið að öskra einhvern tímann meðan á athöfninni stendur þannig að varla skilst orð af því sem presturinn segir. Þær skírnir eiga það reyndar allar sameiginlegt að hafa farið fram í kirkjum. Sif var hins vegar ekki að kippa sér mikið upp við þetta. Ég hélt fyrst á henni meða presturinn flutti sinn hefðbundna boðskap og þá dottaði hún í fanginu á mér. Líf hélt svo á henni undir skírninni sjálfri og þá rétt rumskaði hún en var svo aftur farin að dotta þegar athöfninni lauk. Ég held að skýringuna sé að leita í því að skírnin hafi farið fram heima og því ekki sama stressið í kringum hana eins og annars hefði verið. Presturinn sagði það líka að þetta væri orðið sífellt algengara og það skil ég ósköp vel eftir þetta reynslu.
Annars dafnar hún ágætlega og þyngdist m.a. um 350 grömm í síðustu viku. Enda dugleg að drekka eins og ég minntist áður á.
***
24 er aftur byrjað í sjónvarpinu. Nú telur maður niður að næsta sunnudagskvöldi, enda eru þetta mestu snilldarþættir sem gerðir hafa verið.
***
Pókerkvöld var haldið á föstudagskvöldið. Ég var óvenju rólegur í áfenginu miðað við önnur kvöld vegna skírnarinnar í gær. Kvöldið var haldið heima hjá Jóa og braut hann þá reglu að gestgjafinn tapaði alltaf því að eftir kvöldið voru allir í mínus nema hann. Verst er að það er sennilega eitthvað í það að maður getur sjálfur haldið svona kvöld...Sif þarf allavega að stækka eitthvað áður en það getur gerst.
***
Liverpool vann Wigan í gær. Vonandi kemur þessi sigur sjálfstrausti í liðið...ætti allavega að vera gott veganesti fyrir leikinn gegn Arsenal á þriðjudaginn.