miðvikudagur, mars 22, 2006
Vinnuvandamál
Nú er ég nánast búinn með mitt síðasta blað hjá Víkurfréttum sem ég sé um að fullu. Mun samt örugglega eitthvað þurfa að aðstoða við skrif fram eftir mánuðinum en á fimmtudaginn er hins vegar mín fyrsta vakt hjá RÚV.
Þessi vinnuskipti hafa hins vegar kallað á nýtt vandamál í heimilislífinu - þegar ég hætti hjá Víkurfréttum missi ég bíl sem ég hafði til umráða og þar með er aðeins einn bíll á heimilinu. Þetta kallar á svolítið púsl vegna vaktanna sem ég er að vinna.
Á föstudaginn er ég t.d. á vakt frá 8:30-18:30. Þennan dag er Líf hins vegar í tónlistarskólanum og það þarf að skutla henni þangað. Eðlilegasta lausnin á þessu máli er auðvitað sú að ég taki strætó. Ég fór því að stúdera heimasíðu strætó til að komast að því hvernig best væri að snúa sér í þessu. Langar að gamni að birta tvær leiðir sem komu upp þar um hvernig best væri að koma sér að heiman og upp í útvarpshús.
Tillaga 1: Vagnar 22 og 1 54 mínútur Sýna Kort
Frá:
Þrastarás 71
07:31
Gengið 380 metra
Vörðutorg
07:37
Leið 22
Fjörður (bið 12 mínútur)
07:56
Leið 1
Kringlumýrabraut v/Kringluna
08:15
Gengið 640 metra
Til:
Efstaleiti 1
08:25
Tillaga 2: Vagnar 22, 1 og 13 43 mínútur Sýna Kort
Frá:
Þrastarás 71
07:31
Gengið 380 metra
Vörðutorg
07:37
Leið 22
Fjörður (bið 2 mínútur)
07:46
Leið 1
Kringlumýrabraut v/Kringluna
08:05
Gengið 320 metra
Kringlan
08:10
Leið 13
Háaleitisbraut v/RÚV
08:11
Gengið 200 metra
Til:
Efstaleiti 1
08:14
Semsagt, ef ég er svo heppinn að þurfa bara að bíða í tvær mínútur í Firði eftir leið 1 á ég að taka aukastrætó frá Kringlunni að RÚV. Magnað. Stysta leiðin sem sýnd er á þessari hugmynd strætó er 43 mínútur, með þremur strætisvögnum, sem ég myndi auðvitað aldrei taka því að ég myndi labba beint frá Kringlumýrarbraut.
Í næstu viku fer svo málið að vandast fyrir alvöru, því þá er ég á kvöldvöktum alla vikuna og er að vinna þá frá 13 til 22:30.
Líklega munum við reyna að púsla þessu saman þannig að ég fer á bílnum þegar Rósa þarf ekki á honum að halda, annars tek ég strætó. En líklega munum við þurfa að fjárfesta í öðrum bíl þegar Rósa fer að vinna aftur. Svona er maður nú háður þessum blessaða einkabíl.
2 comments
Nú er ég nánast búinn með mitt síðasta blað hjá Víkurfréttum sem ég sé um að fullu. Mun samt örugglega eitthvað þurfa að aðstoða við skrif fram eftir mánuðinum en á fimmtudaginn er hins vegar mín fyrsta vakt hjá RÚV.
Þessi vinnuskipti hafa hins vegar kallað á nýtt vandamál í heimilislífinu - þegar ég hætti hjá Víkurfréttum missi ég bíl sem ég hafði til umráða og þar með er aðeins einn bíll á heimilinu. Þetta kallar á svolítið púsl vegna vaktanna sem ég er að vinna.
Á föstudaginn er ég t.d. á vakt frá 8:30-18:30. Þennan dag er Líf hins vegar í tónlistarskólanum og það þarf að skutla henni þangað. Eðlilegasta lausnin á þessu máli er auðvitað sú að ég taki strætó. Ég fór því að stúdera heimasíðu strætó til að komast að því hvernig best væri að snúa sér í þessu. Langar að gamni að birta tvær leiðir sem komu upp þar um hvernig best væri að koma sér að heiman og upp í útvarpshús.
Tillaga 1: Vagnar 22 og 1 54 mínútur Sýna Kort
Frá:
Þrastarás 71
07:31
Gengið 380 metra
Vörðutorg
07:37
Leið 22
Fjörður (bið 12 mínútur)
07:56
Leið 1
Kringlumýrabraut v/Kringluna
08:15
Gengið 640 metra
Til:
Efstaleiti 1
08:25
Tillaga 2: Vagnar 22, 1 og 13 43 mínútur Sýna Kort
Frá:
Þrastarás 71
07:31
Gengið 380 metra
Vörðutorg
07:37
Leið 22
Fjörður (bið 2 mínútur)
07:46
Leið 1
Kringlumýrabraut v/Kringluna
08:05
Gengið 320 metra
Kringlan
08:10
Leið 13
Háaleitisbraut v/RÚV
08:11
Gengið 200 metra
Til:
Efstaleiti 1
08:14
Semsagt, ef ég er svo heppinn að þurfa bara að bíða í tvær mínútur í Firði eftir leið 1 á ég að taka aukastrætó frá Kringlunni að RÚV. Magnað. Stysta leiðin sem sýnd er á þessari hugmynd strætó er 43 mínútur, með þremur strætisvögnum, sem ég myndi auðvitað aldrei taka því að ég myndi labba beint frá Kringlumýrarbraut.
Í næstu viku fer svo málið að vandast fyrir alvöru, því þá er ég á kvöldvöktum alla vikuna og er að vinna þá frá 13 til 22:30.
Líklega munum við reyna að púsla þessu saman þannig að ég fer á bílnum þegar Rósa þarf ekki á honum að halda, annars tek ég strætó. En líklega munum við þurfa að fjárfesta í öðrum bíl þegar Rósa fer að vinna aftur. Svona er maður nú háður þessum blessaða einkabíl.