<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, apríl 23, 2006

Hitt og þetta

Datt ekkert betra heiti í hug eftir svona langt blogghlé.

Var óvenju lengi að ná mér niður eftir leik Liverpool og Chelsea í gær. Þegar Liverpool komst yfir horfði ég fram á klukkutíma nagandi taugaspennu. En hún var einfaldlega ekki til staðar því Chelsea átti aldrei séns í fyrri hálfleik. Svo varð maður ennþá slakari þegar við komumst í 2-0. En eftir að Chelsea náði að minnka muninn var ég gjörsamlega á nálum, enda jókst pressan hjá þeim til muna. Fögnuðurinn var því þeim mun meiri þegar flautað var til leiksloka.

En viðbrögð Jose Mourinho eftir leikinn voru þess eðlis að maður skilur vel að hann njóti engrar virðingar í Englandi. OK, hann talar um færi sem liðið misnotaði, sem var alveg rétt. En það voru í raun og veru bara tvö almennileg færi sem Chelsea fékk að markinu frátöldu. Fyrst í fyrri hálfleik þegar Drogba komst í gegn, en það átti líka að vera rangstaða. Og svo færið hjá Joe Cole í lokin, sem ég skil ekki enn hvernig hann fór að því að klúðra.

En svo fer hann að tala um umdeilda dóma. Fyrst um aukaspyrnuna sem markið kom úr. Hann tiltekur náttúrulega ekki að Peter Crouch fékk dæma á sig aukaspyrnu nokkrum mínútum áður fyrir nákvæmlega samskonar brot. Það var réttur dómur, og þessi var það líka. Síðan segir hann að markið hjá John Terry sem dæmt var af hefði átt að standa. Síðan hvenær var það löglegt að nota öxl varnarmannsins sér til aðstoða þegar maður stekkur upp? Meira bullið?

Síðan klikkir hann út með því að segja að Chelsea hafi fengið 45 stigum meira en Liverpool yfir þessi tvö tímabil (þetta eru reyndar 52 stig samkvæmt mínum kokkabókum en það er annað mál). Ehrm...já, telst það ekki framför að í fyrra vorum við 37 stigum á eftir Chelsea, en erum núna 15 stigum á eftir þeim? En ef hann vill lifa í afneitun er það náttúrulega besta mál :) Mér finnst það allavega segja sitt um okkar lið að á þessum tveimur árum höfum við komið í veg fyrir þátttöku Chelsea í tveimur úrslitaleikjum. Sem er mjög sætt.

Vonandi næst þá þessi titill í hús...annars væri þessi sigur til einskis.

***

Allt fínt að frétta af RÚV. Menn velta hins vegar mikið fyrir sig hvaða þýðingu það hefur að það sé að verða að hlutafélagi, en það bendir allt til þess núna. Það virðist þó ljóst að allt mun velta mun meira á stjórnandanum. Held að menn hafi samt almennt ágæta trú á Páli Magnússyni. En það er sérstakt að vinna þarna á svona umbrotatímum...þó að margir vilji reyndar meina að það séu alltaf umbrotatímar á RÚV.

***

Voðalegt andleysi er annars yfir mér núna.

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?