sunnudagur, maí 21, 2006
Gargandi snilld
Mikið svakalega er ég ánægður með úrslitin. Finnarnir áttu þetta innilega skilið og ánægjulegt að hrakförum þeirra í keppninni sé lokið. Vonandi fara þá þær raddir að þagna um að þetta sé bara orðin austantjaldskeppni...nokkuð sem mér hefur alltaf fundist vera vitlaus umræða.
Röðin í undanúrslitunum er hins vegar orðin ljós og það er hægt að skoða hana hér. Held að Silvía Nótt geti í raun vel við unað. Hún varð í þrettánda sæti, fjórtán stigum frá tíunda sætinu sem hefði tryggt okkur áfram. Þetta er betri árangur en Selma náði í fyrra, en hún hafnaði í sextánda sæti. Það eitt og sér verður að teljast stórmerkilegt. Norðurlandaþjóðirnar gáfu okkur allar sjö stig, nema Svíar sem gáfu okkur sex. Ástæðan fyrir því var einföld - Finnar og Svíar voru með sterkari framlög en við. Svo gáfu Litháar okkur líka sjö stig. En Finnarnir rústuðu allavega undankeppninni líka.
Spurning hvort þetta verði til þess að hörðum rokklögum fjölgi í Eurovision. Allavega kom Ruslana af stað trendi með trommur eftir að hún vann fyrir tveimur árum.
2 comments
Mikið svakalega er ég ánægður með úrslitin. Finnarnir áttu þetta innilega skilið og ánægjulegt að hrakförum þeirra í keppninni sé lokið. Vonandi fara þá þær raddir að þagna um að þetta sé bara orðin austantjaldskeppni...nokkuð sem mér hefur alltaf fundist vera vitlaus umræða.
Röðin í undanúrslitunum er hins vegar orðin ljós og það er hægt að skoða hana hér. Held að Silvía Nótt geti í raun vel við unað. Hún varð í þrettánda sæti, fjórtán stigum frá tíunda sætinu sem hefði tryggt okkur áfram. Þetta er betri árangur en Selma náði í fyrra, en hún hafnaði í sextánda sæti. Það eitt og sér verður að teljast stórmerkilegt. Norðurlandaþjóðirnar gáfu okkur allar sjö stig, nema Svíar sem gáfu okkur sex. Ástæðan fyrir því var einföld - Finnar og Svíar voru með sterkari framlög en við. Svo gáfu Litháar okkur líka sjö stig. En Finnarnir rústuðu allavega undankeppninni líka.
Spurning hvort þetta verði til þess að hörðum rokklögum fjölgi í Eurovision. Allavega kom Ruslana af stað trendi með trommur eftir að hún vann fyrir tveimur árum.