miðvikudagur, maí 10, 2006
Harðsperrur
Úff, er búinn að vera hrikalega stífur og stirður í dag. Var aðeins stífur í löppunum í gær eftir ræktina á mánudaginn. Tók vel á því þar enda er prógrammið sem ég er á í Nautilus nokkuð erfiðara en það sem ég var á í Technosport...sem er bara gott mál.
En svo var það þriðjudagsboltinn í gærkvöldi...og sá tími tók óvenju mikið á. Tveir hnífjafnir leikir og mikil barátta þar sem maður gaf gjörsamlega allt í leikinn. Það finnst á löppunum á mér í dag...það er langt síðan ég hef verið jafn stirður eftir boltann og ég hef verið í dag. Gott að vera í vaktafríi á svona dögum.
***
Sjónvarpið mitt er bilað...og það á ansi sérstakan hátt. Það upplitast myndin neðst í vinstra horninu...en ef ég hins vegar tek það úr hillusamstæðunni og set það meter framar er myndin alveg eins og hún á að vera! Alltaf er maður að sjá eitthvað nýtt. Ætla samt ekki að kaupa nýtt sjónvarp fyrr en allur skjárinn er orðinn upplitaður!
***
Verð að hrósa Kastljósinu fyrir frábæra umfjöllun um Baugsmálið. Fannst þeir gera þetta mjög vel og hlutlaust og skil eiginlega ekki kvartanir málsaðila yfir þessu, sérstaklega í ljósi þess að þeim var boðið að tala þátt. Mér fannst sjónarmið þeirra samt koma fyllilega fram í þættinum og langt frá því að þessu umfjöllun hafi verið einhliða. Glæsilegt hjá Sigmari og félögum!
0 comments
Úff, er búinn að vera hrikalega stífur og stirður í dag. Var aðeins stífur í löppunum í gær eftir ræktina á mánudaginn. Tók vel á því þar enda er prógrammið sem ég er á í Nautilus nokkuð erfiðara en það sem ég var á í Technosport...sem er bara gott mál.
En svo var það þriðjudagsboltinn í gærkvöldi...og sá tími tók óvenju mikið á. Tveir hnífjafnir leikir og mikil barátta þar sem maður gaf gjörsamlega allt í leikinn. Það finnst á löppunum á mér í dag...það er langt síðan ég hef verið jafn stirður eftir boltann og ég hef verið í dag. Gott að vera í vaktafríi á svona dögum.
***
Sjónvarpið mitt er bilað...og það á ansi sérstakan hátt. Það upplitast myndin neðst í vinstra horninu...en ef ég hins vegar tek það úr hillusamstæðunni og set það meter framar er myndin alveg eins og hún á að vera! Alltaf er maður að sjá eitthvað nýtt. Ætla samt ekki að kaupa nýtt sjónvarp fyrr en allur skjárinn er orðinn upplitaður!
***
Verð að hrósa Kastljósinu fyrir frábæra umfjöllun um Baugsmálið. Fannst þeir gera þetta mjög vel og hlutlaust og skil eiginlega ekki kvartanir málsaðila yfir þessu, sérstaklega í ljósi þess að þeim var boðið að tala þátt. Mér fannst sjónarmið þeirra samt koma fyllilega fram í þættinum og langt frá því að þessu umfjöllun hafi verið einhliða. Glæsilegt hjá Sigmari og félögum!