sunnudagur, maí 28, 2006
Kosningar
Á föstudagskvöldið var ég búinn að skrifa langa bloggfærslu með greiningu á boðskap sem fluttur var í blöðum sem Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hafa verið að dreifa síðustu daga og vikur. Sú færsla hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar ég var að verða búinn með hana. Þetta er í þriðja sinn sem ég reyni að blogga um pólitík - og í öll skiptin hefur þetta gerst. Það er greinilegt að æðri máttarvöld eru að reyna að segja mér eitthvað!
En allavega var ég að vinna þó nokkuð um þessar kosningar. Mitt hlutverk átti upphaflega að vera að aðstoða Arnar Pál Hauksson sem stjórnaði útsendingunni á kosningavöku Útvarpsins. Á kosningakvöldinu kom það hins vegar skyndilega upp að ég þurfti að sjá um kosningaþáttinn á Rás 1 í dag ásamt Pálma Jónassyni vegna veikina þess sem átti upphaflega að vera með honum í því. Ég var því að vinna til eitt á kosninganóttina og var svo mættur aftur klukkan níu í morgun til að undirbúa þáttinn, sem fór í loftið kl. 13.
Mér fannst mjög skemmtilegt að stúdera þessi úrslit. Ég tók að mér að fara í gegnum Reykjavík og sveitarfélögin á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Mér fannst sérstaklega gaman að skoða þessi minni sveitarfélög, þar sem mörg framboð með skemmtilegum nöfnum eru á ferðinni, auk þess sem pólitískt landslag þeirra er afar misjafnt.
En aldrei hefði mig órað fyrir þessum úrslitum í Hafnarfirði. Ég átti alveg eins von á því að Vinstri grænir næðu inn manni, en að þeir gerðu það á kostnað fjórða mann Sjálfstæðisflokksins var eitthvað sem ég reiknaði aldrei með. Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er að bíða algjört afhroð í þessum kosningum og þeir þurfa að fara í verulega naflaskoðun eftir þessi úrslit. Ég er hins vegar ekki viss um að það sé sérstaklega gott fyrir Samfylkinguna að fá sjöunda manninn inn. Þeir gætu orðið of öruggir með sig í ýmsum málum, sem hefur komið mörgum í koll. Innkoma vinstri grænna gerir það svo örugglega að verkum að bæjarstjórnarfundirnir verða fjörugri en áður!
Hvaða meirihlutaviðræðum ætli ég þurfi að fylgjast með í vinnunni á morgun?
0 comments
Á föstudagskvöldið var ég búinn að skrifa langa bloggfærslu með greiningu á boðskap sem fluttur var í blöðum sem Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hafa verið að dreifa síðustu daga og vikur. Sú færsla hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar ég var að verða búinn með hana. Þetta er í þriðja sinn sem ég reyni að blogga um pólitík - og í öll skiptin hefur þetta gerst. Það er greinilegt að æðri máttarvöld eru að reyna að segja mér eitthvað!
En allavega var ég að vinna þó nokkuð um þessar kosningar. Mitt hlutverk átti upphaflega að vera að aðstoða Arnar Pál Hauksson sem stjórnaði útsendingunni á kosningavöku Útvarpsins. Á kosningakvöldinu kom það hins vegar skyndilega upp að ég þurfti að sjá um kosningaþáttinn á Rás 1 í dag ásamt Pálma Jónassyni vegna veikina þess sem átti upphaflega að vera með honum í því. Ég var því að vinna til eitt á kosninganóttina og var svo mættur aftur klukkan níu í morgun til að undirbúa þáttinn, sem fór í loftið kl. 13.
Mér fannst mjög skemmtilegt að stúdera þessi úrslit. Ég tók að mér að fara í gegnum Reykjavík og sveitarfélögin á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Mér fannst sérstaklega gaman að skoða þessi minni sveitarfélög, þar sem mörg framboð með skemmtilegum nöfnum eru á ferðinni, auk þess sem pólitískt landslag þeirra er afar misjafnt.
En aldrei hefði mig órað fyrir þessum úrslitum í Hafnarfirði. Ég átti alveg eins von á því að Vinstri grænir næðu inn manni, en að þeir gerðu það á kostnað fjórða mann Sjálfstæðisflokksins var eitthvað sem ég reiknaði aldrei með. Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er að bíða algjört afhroð í þessum kosningum og þeir þurfa að fara í verulega naflaskoðun eftir þessi úrslit. Ég er hins vegar ekki viss um að það sé sérstaklega gott fyrir Samfylkinguna að fá sjöunda manninn inn. Þeir gætu orðið of öruggir með sig í ýmsum málum, sem hefur komið mörgum í koll. Innkoma vinstri grænna gerir það svo örugglega að verkum að bæjarstjórnarfundirnir verða fjörugri en áður!
Hvaða meirihlutaviðræðum ætli ég þurfi að fylgjast með í vinnunni á morgun?