<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 20, 2006

Meira Eurovision

Ég hef verið illa svikinn og það er eitthvað mikið að, miðað við fyrri komment mín um lögin. Hvorki Belgía né Slóvenía komust áfram á sama tíma og Litháen og Tyrkland komust áfram. Alltaf kemur eitthvað óvænt upp í þessari blessuðu keppni. Silvía virtist eiga í vandræðum með sitt atriði og það voru þreytumerki í söngnum. Álagið sennilega búið að vera mikið.

***

Nú er hins vegar endanlega orðið ljóst að grínið hefur gengið of langt og er hætt að vera fyndið. Menn verða að vita hvenær menn eiga að hætta en ef marka má þetta þá kunna menn sér ekki hóf. Þetta er alltof langt gengið.

***

Ég mun halda með Finnum í þessari keppni. Það er alveg kominn tími á að þeir vinni þetta og þá veitir ekkert af að hrista aðeins upp í hefðunum. Held mig samt við þá spá að Spánn taki þetta í ár. En ég hef nánast aldrei verið sannspár um sigurvegara keppninnar þannig að...

0 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?