<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 08, 2006

Vaktafrí

Aldrei átti ég von á því að ég yrði í vandræðum með hvað ég ætti að gera heima hjá mér í vaktafríum. Kannski eru þetta merki um að ég hafi verið að vinna aðeins of mikið áður.

Ég er semsagt í vaktafríi í dag, á morgun og miðvikudag. Síðan vinn ég á fimmtudag og föstudag og er svo í fríi í fimm daga.

Það var reyndar nóg að gera í dag. Fór á fætur í rólegheitum og kláraði greinar fyrir löngu tímabært afmælisblað Hauka, fór í ræktina rétt fyrir hádegi, tók svo á móti vinahóp úr bekknum hennar Lífar og sá hópur var hjá okkur milli tvö og fimm. Svo var farið í göngutúr í góða veðrinu og horft á sjónvarpið um kvöldið.

Það merkilega við þennan dag er að mér fannst ég ætti einhvern veginn að vera að gera eitthvað vinnutengt. Þetta er auðvitað hugsun sem ég vandist hjá Víkurfréttum, þar sem ég var með vinnuna hangandi yfir mér allan sólarhringinn. Nú er maður hins vegar í alvöru fríi þegar maður er í vaktafríi.

Það á eftir að taka mig nokkurn tíma að venjast þessu.

1 comments

This page is powered by Blogger. Isn't yours?