miðvikudagur, ágúst 02, 2006
Orðið á götunni
Síðan ég uppgötvaði slúður/bloggfjölmiðilinn Orðið á götunni hef ég verið daglegur lesandi hans. Ég hef gaman af svona miðlum, bæði vegna þess að þeir eru glannalegri í framsetningu en margir aðrir miðlar og vegna þess að oft á tíðum geta þeir skúbbað, rétt eins og t.d. Steingrímur Ólafsson gerði oft með fréttir.com á sínum tíma.
Ég var hins vegar ekki sérstaklega hrifinn af færslu sem kom í miðlinum í dag, en yfirskrift hans var "Er Dorrit rasisti?" Spurningin er vegna ummæla hennar í fréttablaðinu í dag þar sem hún sagði þetta:
"Það á ekki að vera auðvelt að verða íslenskur ríkisborgari. Það er mjög nauðsynlegt að við veljum vandlega hver fær að verða Íslendingur... Við verðum að sjá til þess að fólkið sem hingað kemur gefi eitthvað til baka en lifi ekki af fólkinu sem hér er fyrir."
Rökstuðningur Orðs-manna er að óviðeigandi sé að gefa það í skyn að menn lifi af fólkinu sem er hér fyrir og að allir hefði orðið brjálaðir ef Ásgeir Hannes Eiríksson hefði viðhaft svipuð ummæli.
En hvernig í ósköpunum getur þetta flokkast undir rasisma? Er ekki allt í lagi að gera kröfur til fólks sem vill verða Íslendingar? Og er maður þá orðinn rasisti ef maður gerir slíkar kröfur? Ég bara er ekki að kaupa þetta.
Ég tók sjálfur viðtal við Dorrit í gær af þessu sama tilefni - þegar hún varð íslenskur ríkisborgari. Og hún kom mér nákvæmlega fyrir sjónir eins og hjá flestum öðrum Íslendingum - skemmtileg, brosmild, opin og aðlaðandi. Þó að slíkt fólk geti vissulega verið fordómafullt gagnvart útlendingum efa ég það stórlega að Dorrit sé það - og allra síst ætti að draga slíka ályktun út frá þessum saklausu ummælum.
***
Er gjörsamlega búinn eftir fótboltann í kvöld - og samt er ég að spá í að vaka eftir Magna á eftir. Og ég á að mæta í vinnu í fyrramálið. Maður er nú ekki alveg að drepast úr skynsemi hérna.
***
Skorradalurinn var fínn. Frábær staður og aðgengið að bátnum var nýtt óspart. Maður hefði ekkert á móti því að eiga sumarbústað þarna þó að við það sé einn galli - það er engin hitaveita og þar af leiðandi ekki hægt að vera með heitan pott. En þetta rúmlega vikufrí mitt sem ég fæ í sumar var mjög ljúft. Vonandi kemst maður svo í eitthvað lengra frí næsta sumar.
***
Keppnistímabilið í enska boltanum er að byrja. Fiðringurinn er kominn. Sá Liverpool tapa æfingaleik gegn Kaisterslautern á laugardag á fáránlegan hátt. Og annað tap í dag. Fínt að taka þetta út fyrir tímabilið og rassskella svo Chelsea í leiknum um samfélagsskjöldinn :)
0 comments
Síðan ég uppgötvaði slúður/bloggfjölmiðilinn Orðið á götunni hef ég verið daglegur lesandi hans. Ég hef gaman af svona miðlum, bæði vegna þess að þeir eru glannalegri í framsetningu en margir aðrir miðlar og vegna þess að oft á tíðum geta þeir skúbbað, rétt eins og t.d. Steingrímur Ólafsson gerði oft með fréttir.com á sínum tíma.
Ég var hins vegar ekki sérstaklega hrifinn af færslu sem kom í miðlinum í dag, en yfirskrift hans var "Er Dorrit rasisti?" Spurningin er vegna ummæla hennar í fréttablaðinu í dag þar sem hún sagði þetta:
"Það á ekki að vera auðvelt að verða íslenskur ríkisborgari. Það er mjög nauðsynlegt að við veljum vandlega hver fær að verða Íslendingur... Við verðum að sjá til þess að fólkið sem hingað kemur gefi eitthvað til baka en lifi ekki af fólkinu sem hér er fyrir."
Rökstuðningur Orðs-manna er að óviðeigandi sé að gefa það í skyn að menn lifi af fólkinu sem er hér fyrir og að allir hefði orðið brjálaðir ef Ásgeir Hannes Eiríksson hefði viðhaft svipuð ummæli.
En hvernig í ósköpunum getur þetta flokkast undir rasisma? Er ekki allt í lagi að gera kröfur til fólks sem vill verða Íslendingar? Og er maður þá orðinn rasisti ef maður gerir slíkar kröfur? Ég bara er ekki að kaupa þetta.
Ég tók sjálfur viðtal við Dorrit í gær af þessu sama tilefni - þegar hún varð íslenskur ríkisborgari. Og hún kom mér nákvæmlega fyrir sjónir eins og hjá flestum öðrum Íslendingum - skemmtileg, brosmild, opin og aðlaðandi. Þó að slíkt fólk geti vissulega verið fordómafullt gagnvart útlendingum efa ég það stórlega að Dorrit sé það - og allra síst ætti að draga slíka ályktun út frá þessum saklausu ummælum.
***
Er gjörsamlega búinn eftir fótboltann í kvöld - og samt er ég að spá í að vaka eftir Magna á eftir. Og ég á að mæta í vinnu í fyrramálið. Maður er nú ekki alveg að drepast úr skynsemi hérna.
***
Skorradalurinn var fínn. Frábær staður og aðgengið að bátnum var nýtt óspart. Maður hefði ekkert á móti því að eiga sumarbústað þarna þó að við það sé einn galli - það er engin hitaveita og þar af leiðandi ekki hægt að vera með heitan pott. En þetta rúmlega vikufrí mitt sem ég fæ í sumar var mjög ljúft. Vonandi kemst maður svo í eitthvað lengra frí næsta sumar.
***
Keppnistímabilið í enska boltanum er að byrja. Fiðringurinn er kominn. Sá Liverpool tapa æfingaleik gegn Kaisterslautern á laugardag á fáránlegan hátt. Og annað tap í dag. Fínt að taka þetta út fyrir tímabilið og rassskella svo Chelsea í leiknum um samfélagsskjöldinn :)