fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Jólin, jólin
Undanfarna daga hefur allt verið reynt til að koma því inni í hausinn á mér að jólin séu alveg að koma, þó að það sé ennþá meira en mánuður í þau. Þetta hefur komið fram í auglýsingum í fjölmiðlum (nefni engin nöfn, en ein húsgagnaverslun og tvær blómaverslanir hafa verið sérstaklega ágengar) auk þess sem Líf, eldri dóttir mín, er farin að æfa jólalög bæði í kór Áslandsskóla og í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, og ég fæ að sjálfsögðu að heyra reglulega sönginn og spilið. Sem er besta mál, því stelpan bæði syngur og spilar vel samkvæmt mínu hlutlausa en faglega mati.
En í dag komst þetta endanlega í hausamótin á mér af þremur ástæðum:
1. Með Mogganum í dag fylgdi aukablað um Hafnarfjörð, sem var greinilega gefið út í tilefni af því að jólaþorpið byrjar um næstu helgi. Síðan byrjað var með jólaþorpið fyrir jólin 2003 hefur mér alltaf fundist að þegar það hefur göngu sína séu jólin fyrst að nálgast.
2. Bingó var haldið í bekknum hjá dóttur minni í dag. Þar spilaði hún og söng Bjart er yfir Betlehem með nokkrum bekkjarsystrum. Fyrst fleiri en mín dóttir er farin að syngja jólalög þá hljóta jólin að vera alveg að koma, er það ekki?
3. Það var spilað jólalag í Ipodinum mínum þegar ég hlustaði á hann í dag. Eitthvað sem hafði verið sett í hann úr því tónlistarsafni sem fyrir var í tölvunni. Minnir að það hafi verið Hátíðarskap með Nylon, af plötunni Jólaskraut. Þrátt fyrir að ég kunni miklu betur við upprunalegu útgáfuna af þessu lagi, með Þér og mér (semsagt dúettinum sem nefnist Þú og ég) komst ég í snert af jólaskapi við það. Það reyndar breyttist snarlega þegar Pink Floyd tók við í spilaranum.
Ég er semsagt ekki frá því að eitthvað jólaskap sé að færast yfir mig, og það óvenju snemma. Í það minnsta þarf ég að fara að fjölga lögum í Ipodinum.
***
Það virðist greinilega gefast vel að blogga ekkert um Liverpool á þessu bloggi. Því ætla ég að halda því áfram.
0 comments
Undanfarna daga hefur allt verið reynt til að koma því inni í hausinn á mér að jólin séu alveg að koma, þó að það sé ennþá meira en mánuður í þau. Þetta hefur komið fram í auglýsingum í fjölmiðlum (nefni engin nöfn, en ein húsgagnaverslun og tvær blómaverslanir hafa verið sérstaklega ágengar) auk þess sem Líf, eldri dóttir mín, er farin að æfa jólalög bæði í kór Áslandsskóla og í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, og ég fæ að sjálfsögðu að heyra reglulega sönginn og spilið. Sem er besta mál, því stelpan bæði syngur og spilar vel samkvæmt mínu hlutlausa en faglega mati.
En í dag komst þetta endanlega í hausamótin á mér af þremur ástæðum:
1. Með Mogganum í dag fylgdi aukablað um Hafnarfjörð, sem var greinilega gefið út í tilefni af því að jólaþorpið byrjar um næstu helgi. Síðan byrjað var með jólaþorpið fyrir jólin 2003 hefur mér alltaf fundist að þegar það hefur göngu sína séu jólin fyrst að nálgast.
2. Bingó var haldið í bekknum hjá dóttur minni í dag. Þar spilaði hún og söng Bjart er yfir Betlehem með nokkrum bekkjarsystrum. Fyrst fleiri en mín dóttir er farin að syngja jólalög þá hljóta jólin að vera alveg að koma, er það ekki?
3. Það var spilað jólalag í Ipodinum mínum þegar ég hlustaði á hann í dag. Eitthvað sem hafði verið sett í hann úr því tónlistarsafni sem fyrir var í tölvunni. Minnir að það hafi verið Hátíðarskap með Nylon, af plötunni Jólaskraut. Þrátt fyrir að ég kunni miklu betur við upprunalegu útgáfuna af þessu lagi, með Þér og mér (semsagt dúettinum sem nefnist Þú og ég) komst ég í snert af jólaskapi við það. Það reyndar breyttist snarlega þegar Pink Floyd tók við í spilaranum.
Ég er semsagt ekki frá því að eitthvað jólaskap sé að færast yfir mig, og það óvenju snemma. Í það minnsta þarf ég að fara að fjölga lögum í Ipodinum.
***
Það virðist greinilega gefast vel að blogga ekkert um Liverpool á þessu bloggi. Því ætla ég að halda því áfram.