mánudagur, nóvember 20, 2006
Nóg að gera
Þetta orlof hefur verið ótrúlega fljótt að líða. Nú eru tveir þriðju búnir og mér finnst ég vera nýbyrjaður. Þetta hefur sennilega helgast að því að á milli þess sem maður hefur verið að sinna börnunum hefur tíminn farið í Liverpoolblað og bók.
Á laugardaginn var reyndar árlegur vinnufundur fréttastofunnar. Hann fór fram í Borgarnesi og voru fréttaþættirnir þar ræddir. Þar er átt við Morgunvaktina, Síðdegisútvarpið, Spegilinn og Laugardagsþáttinn. Fundurinn var mjög góður og þegar fundinum sjálfum lauk og ferðir voru farnar í víngerðina, landnámssetrið og móttöku hjá sveitarstjóra Borgarbyggðar héldu menn áfram að ræða umræðuefnið sín á milli. Hvort stakkaskipti verði á fréttaþáttunum eftir þetta á eftir að koma í ljós.
***
Ég horfði á Edduna í gærkvöldi, svona að mestu leyti. Það kom fátt á óvart þar. Samgladdist þó sérstaklega gömlum vinnufélaga mínum af Víkurfréttum, Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, fyrir verðlaunin sem Kompás fékk og eru fyllilega verðskulduð. Honum hefur tekist að búa til góðan þátt sem tekið hefur á mörgum flottum málum á glæsilegan hátt.
Annars er ég einn af fáum Íslendingum sem hef ekki ennþá séð Mýrina, en það stafar m.a af þeim veikindum sem Sif hefur gengið í gegnum og hversu óróleg hún hefur verið á kvöldin af þeim sökum. Einhvern tíman ætlum við Rósa að drífa okkur...veit bara ekki alveg hvenær.
***
Ég blogga frekar sjaldan um Liverpool hér. Ég held ég sleppi því líka núna.
0 comments
Þetta orlof hefur verið ótrúlega fljótt að líða. Nú eru tveir þriðju búnir og mér finnst ég vera nýbyrjaður. Þetta hefur sennilega helgast að því að á milli þess sem maður hefur verið að sinna börnunum hefur tíminn farið í Liverpoolblað og bók.
Á laugardaginn var reyndar árlegur vinnufundur fréttastofunnar. Hann fór fram í Borgarnesi og voru fréttaþættirnir þar ræddir. Þar er átt við Morgunvaktina, Síðdegisútvarpið, Spegilinn og Laugardagsþáttinn. Fundurinn var mjög góður og þegar fundinum sjálfum lauk og ferðir voru farnar í víngerðina, landnámssetrið og móttöku hjá sveitarstjóra Borgarbyggðar héldu menn áfram að ræða umræðuefnið sín á milli. Hvort stakkaskipti verði á fréttaþáttunum eftir þetta á eftir að koma í ljós.
***
Ég horfði á Edduna í gærkvöldi, svona að mestu leyti. Það kom fátt á óvart þar. Samgladdist þó sérstaklega gömlum vinnufélaga mínum af Víkurfréttum, Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, fyrir verðlaunin sem Kompás fékk og eru fyllilega verðskulduð. Honum hefur tekist að búa til góðan þátt sem tekið hefur á mörgum flottum málum á glæsilegan hátt.
Annars er ég einn af fáum Íslendingum sem hef ekki ennþá séð Mýrina, en það stafar m.a af þeim veikindum sem Sif hefur gengið í gegnum og hversu óróleg hún hefur verið á kvöldin af þeim sökum. Einhvern tíman ætlum við Rósa að drífa okkur...veit bara ekki alveg hvenær.
***
Ég blogga frekar sjaldan um Liverpool hér. Ég held ég sleppi því líka núna.