þriðjudagur, desember 26, 2006
Vandræði
Hef verið í basli með að koma póstum inn á bloggerinn. Ekki færri en fimm langar færslur hafa farið forgörðum. Í þokkabót reyndi ég að stofna blogg á Mogganum en sló þá óvart inn annað notendanafn en ég ætlaði að nota og er lífsins ómogulegt að breyta því.
Eina breytingin er að ég skrifa þessa færslu í nýju fartölvunni minni og er óneitanlega gott að vera kominn með eitt slíkt tæki í fangið eftir að hafa misst fartölvuna sem ég var með á Víkurfréttum.
***
Að vanda hafa jólin verið ljúf. Ég slapp við allar jólavaktir í vinnunni vegna þess að ég hef verið á fullu í annálnum. Hlakka óneitanlega til að sjá hvernig hann kemur út. Mamma og María afasystir mín voru í mat á aðfangadag og í gær var matur hjá Svavari pabba hennar Rósu. Systir Rósu sem býr í Noregi er hér með fjölskyldunni og Vignir bróðir hennar er hérna líka þannig að það var mikið fjör.
Í dag er svo jólaball og matur hjá mömmu hennar Rósu. Og á morgun er vinna. Og kílóin á milli vinnudaganna eru örugglega nokkuð mörg.
0 comments
Hef verið í basli með að koma póstum inn á bloggerinn. Ekki færri en fimm langar færslur hafa farið forgörðum. Í þokkabót reyndi ég að stofna blogg á Mogganum en sló þá óvart inn annað notendanafn en ég ætlaði að nota og er lífsins ómogulegt að breyta því.
Eina breytingin er að ég skrifa þessa færslu í nýju fartölvunni minni og er óneitanlega gott að vera kominn með eitt slíkt tæki í fangið eftir að hafa misst fartölvuna sem ég var með á Víkurfréttum.
***
Að vanda hafa jólin verið ljúf. Ég slapp við allar jólavaktir í vinnunni vegna þess að ég hef verið á fullu í annálnum. Hlakka óneitanlega til að sjá hvernig hann kemur út. Mamma og María afasystir mín voru í mat á aðfangadag og í gær var matur hjá Svavari pabba hennar Rósu. Systir Rósu sem býr í Noregi er hér með fjölskyldunni og Vignir bróðir hennar er hérna líka þannig að það var mikið fjör.
Í dag er svo jólaball og matur hjá mömmu hennar Rósu. Og á morgun er vinna. Og kílóin á milli vinnudaganna eru örugglega nokkuð mörg.