mánudagur, mars 24, 2003
Þynnka
Þessi dagur hefur verið verulegur þynnkudagur, enda var hin árlega árshátið Sheffield Sunday, klúbburinn sem spilar innanhússfótbolta á Seltjarnarnesi á sunnudögum. Það er alveg merkilegt að þetta virðast einu fylleríin þar sem ég kann mér ekki hóf og enda í svakalegri þynnku. Þynkuboltinn í dag var því ekki eins hressandi og hann átti að vera. Ég lá heima í klukkutíma á eftir. Ekki nógu gott. En partýið heppnaðist samt vel eins og alltaf, enda vandfundinn skemmtilegri hópurin til að detta í það með.
Fermingar
Við verðum með fermingarhandbók í næsta blaði og því hef ég verið að leita uppi nokkuð af slíku efni. Í því skyni talaði ég m.a. í dag (góði dagurinn til að velja í það) við þrjú fermingarbörn úr Hafnarfjarðarkirkju. Afar sérstök reynsla og fróðlegt að sjá hvort ég nái að búa til nothæft viðtal úr þessu. Þessi handbók yfirhöfuð verður nokkuð fróðleg...vona ég.
Stríð
Margir bloggarar hafa verið að kommentera á stríðið í Írak. Ég nenni því ekki. Ég hef vissulega áhyggjur af stöðunni en mér finnst einhvern veginn tilgangslaust að vera með einhverjar heitar skoðanir á þessu...sem er kannski ekki nógu gott en þá verður bara að hafa það. Ríkisstjórnin hér er hins vegar ekki að kom neitt sérstaklega sterkt úr úr þessu...spurning hvaða áhrif þetta hefur á kosningarnar.
Liverpool
Blendnar tilfinningar eins og svo oft áður. Náðu sér upp úr depurðinni gegn Celtic með sannfærandi sigri gegn Leeds. Nú er bara að ná meistaradeildarsætinu...erum nú í fimmta sæti og aðeins tveimur stigum frá því. Nóg eftir...en þetta sæti verður hreinlega að nást núna eftir það sem maður er búinn að upplifa í vetur.
Þreyttur
Úff...klukkan orðin alltof margt...ég verð þreyttur í vinnunni á morgun!!
0 comments
Þessi dagur hefur verið verulegur þynnkudagur, enda var hin árlega árshátið Sheffield Sunday, klúbburinn sem spilar innanhússfótbolta á Seltjarnarnesi á sunnudögum. Það er alveg merkilegt að þetta virðast einu fylleríin þar sem ég kann mér ekki hóf og enda í svakalegri þynnku. Þynkuboltinn í dag var því ekki eins hressandi og hann átti að vera. Ég lá heima í klukkutíma á eftir. Ekki nógu gott. En partýið heppnaðist samt vel eins og alltaf, enda vandfundinn skemmtilegri hópurin til að detta í það með.
Fermingar
Við verðum með fermingarhandbók í næsta blaði og því hef ég verið að leita uppi nokkuð af slíku efni. Í því skyni talaði ég m.a. í dag (góði dagurinn til að velja í það) við þrjú fermingarbörn úr Hafnarfjarðarkirkju. Afar sérstök reynsla og fróðlegt að sjá hvort ég nái að búa til nothæft viðtal úr þessu. Þessi handbók yfirhöfuð verður nokkuð fróðleg...vona ég.
Stríð
Margir bloggarar hafa verið að kommentera á stríðið í Írak. Ég nenni því ekki. Ég hef vissulega áhyggjur af stöðunni en mér finnst einhvern veginn tilgangslaust að vera með einhverjar heitar skoðanir á þessu...sem er kannski ekki nógu gott en þá verður bara að hafa það. Ríkisstjórnin hér er hins vegar ekki að kom neitt sérstaklega sterkt úr úr þessu...spurning hvaða áhrif þetta hefur á kosningarnar.
Liverpool
Blendnar tilfinningar eins og svo oft áður. Náðu sér upp úr depurðinni gegn Celtic með sannfærandi sigri gegn Leeds. Nú er bara að ná meistaradeildarsætinu...erum nú í fimmta sæti og aðeins tveimur stigum frá því. Nóg eftir...en þetta sæti verður hreinlega að nást núna eftir það sem maður er búinn að upplifa í vetur.
Þreyttur
Úff...klukkan orðin alltof margt...ég verð þreyttur í vinnunni á morgun!!