fimmtudagur, mars 03, 2005
Tvær vikur í Orlando
Já, niðurtalning hafin. Sheese, hvað maður er orðinn spenntur!
Já, og afsakið bloggleysi upp á síðkastið. Almenn ládeiða verið ríkjandi upp á síðkastið.
Meira um ládeyðuna
Já, stundum koma tímar þar sem maður er eitthvað sloj, gerir hlutina ekki eins og á að gera þá og maður er bara almennt eitthvað ekki að fúnketra. Síðustu vikur hafa svolítið verið þannig hjá mér, án þess reyndar að nokkur krísa sé í gangi. Manni finnst maður ekki alveg hafa verið að skila öllu eins og maður á að gera, mistökin eru óvenju mörg og einhver þreyta virðist sitja í mér. Þetta er kannski eitthvað sem segir manni að maður sé farinn að þurfa á smá fríi að halda.
En ég tel mig hafa aðeins náð mér upp úr þessu núna, og vonandi fer það að sjást á því sem ég er að gera.
Úthald
Mér hefur verið tíðrætt hér á þessari síðu um slæmt úthald í fótboltanum, en maður hefur ansi snemma verið búinn með allt þrek og því oft verið frekar gagnslítill liðsfélögunum.
Síðan byrjaði ég að hlaupa. Ég hef að vísu ekki gert það nema að jafnaði einu sinni í viku, en það er ótrúlegt hvað það hefur gert. Úthaldið hefur aukist til muna, og síðasti tími sem var á þriðjudag gekk vel þrátt fyrir að leikirnir hafi verið óvenju jafnir og baráttan þar af leiðandi óvenju hörð. Ég var reyndar óvenju markheppinn í þessum leik, náði m.a. einu sinni að skora með vinstri hælnum...merkilegt nokk.
En það er ótrúlegt hvað þetta gerir. Ég stefni að því að reyna að hlaupa að minnsta kosti tvisvar í viku hér eftir.
Tap
Liverpool tapaði úrslitaleiknum í deildarbikarnum. Svekkjandi miðað við hvernig leikurinn þróaðist en svona getur þetta stundum verið. Nú þarf bara að einbeita sér að því að ná fjórða sætinu og síðan að slá út Leverkusen. Ég yrði mjög sáttur við að ná 8-liða úrslitunum í meistaradeildinni.
Aukaverkefni
Tók að mér aukaverkefni fyrir Rauða krossinn til að auka gjaldeyrisforðann fyrir Florida. Ég er svo mikill vinnualki!! Svo þarf ég að skila af mér Liverpool-blaði á morgun. Bwahh!!!
0 comments
Já, niðurtalning hafin. Sheese, hvað maður er orðinn spenntur!
Já, og afsakið bloggleysi upp á síðkastið. Almenn ládeiða verið ríkjandi upp á síðkastið.
Meira um ládeyðuna
Já, stundum koma tímar þar sem maður er eitthvað sloj, gerir hlutina ekki eins og á að gera þá og maður er bara almennt eitthvað ekki að fúnketra. Síðustu vikur hafa svolítið verið þannig hjá mér, án þess reyndar að nokkur krísa sé í gangi. Manni finnst maður ekki alveg hafa verið að skila öllu eins og maður á að gera, mistökin eru óvenju mörg og einhver þreyta virðist sitja í mér. Þetta er kannski eitthvað sem segir manni að maður sé farinn að þurfa á smá fríi að halda.
En ég tel mig hafa aðeins náð mér upp úr þessu núna, og vonandi fer það að sjást á því sem ég er að gera.
Úthald
Mér hefur verið tíðrætt hér á þessari síðu um slæmt úthald í fótboltanum, en maður hefur ansi snemma verið búinn með allt þrek og því oft verið frekar gagnslítill liðsfélögunum.
Síðan byrjaði ég að hlaupa. Ég hef að vísu ekki gert það nema að jafnaði einu sinni í viku, en það er ótrúlegt hvað það hefur gert. Úthaldið hefur aukist til muna, og síðasti tími sem var á þriðjudag gekk vel þrátt fyrir að leikirnir hafi verið óvenju jafnir og baráttan þar af leiðandi óvenju hörð. Ég var reyndar óvenju markheppinn í þessum leik, náði m.a. einu sinni að skora með vinstri hælnum...merkilegt nokk.
En það er ótrúlegt hvað þetta gerir. Ég stefni að því að reyna að hlaupa að minnsta kosti tvisvar í viku hér eftir.
Tap
Liverpool tapaði úrslitaleiknum í deildarbikarnum. Svekkjandi miðað við hvernig leikurinn þróaðist en svona getur þetta stundum verið. Nú þarf bara að einbeita sér að því að ná fjórða sætinu og síðan að slá út Leverkusen. Ég yrði mjög sáttur við að ná 8-liða úrslitunum í meistaradeildinni.
Aukaverkefni
Tók að mér aukaverkefni fyrir Rauða krossinn til að auka gjaldeyrisforðann fyrir Florida. Ég er svo mikill vinnualki!! Svo þarf ég að skila af mér Liverpool-blaði á morgun. Bwahh!!!